„Við setjum pressu á okkur að verða betri. Leikmenn bættu sig sem landsliðsmenn og eru betur undirbúnir í að taka skrefið upp í A-landsliðið, sem er lokamarkmiðið,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta. Íslenska U-21 árs landsliðið var hársbreidd frá því að komast á lokakeppni EM en liðið tapaði naumlega í umspili um sæti á mótinu gegn Tékklandi eftir frábæra undankeppni. Davíð Snorri, þjálfari liðsins, segir markmið U-21 árs landsliðsins einfalt; það sé að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. „Myndi segja að undankeppnin hjá U-21 hafi verið stórskemmtileg. Við ákváðum að leggja sérstaka áherslu á einbeitingu og hvernig liðið myndi bregðast við því að tapa boltanum. Því var lögð sérstök áhersla á stöðuna einn á einn varnarlega, föst leikatriði og svo leituðum við leiða til að einfalda sóknarleikinn okkar. Vildum auðvelda leikmönnum að spila boltanum fram á við sem og að halda í boltann. Lögðum mikla vinnu í alla þessa þætti, gerðum þetta skref fyrir skref.“ „Við vissum að það væru ákveðin tækifæri að opnast í A-landsliðinu. Menn að fara upp úr U-21, sumir koma til baka en aðrir ekki. Vildum búa til ákveðna grind fyrir U-21 liðið sem myndi auðvelda leikmönnum að stíga inn í hópinn og liðið. Held að við höfum gert þetta vel, einbeiting var góð og við vorum alltaf að taka skref fram á við. Náðum að búa til skemmtilegt lið innan vallar sem utan. Hægt og rólega gátum við svo borið okkur saman við bestu landslið Evrópu í þessum aldursflokki.“ „Var erfitt þegar flautað var af í Tékklandi. Taldi okkur vera á þeim stað að við værum tilbúnir í lokakeppni EM, ef og hefði. Sérstaklega erfitt því að mínu mati höfðu leikmenn bætt sig mikið og voru klárir í lokakeppnina, allt hrós til þeirra.“ „Við setjum pressu á okkur að verða betri. Leikmenn bættu sig sem landsliðsmenn og eru betur undirbúnir í að taka skrefið upp í A-landsliðið, sem er lokamarkmiðið. Viljum búa til gott umhverfi þar sem leikmenn geta bætt sig á sama tíma og við þurfum að ná í úrslit.“ „Mismunandi vandamál sem fylgja því að vera U-21 landsliðsþjálfari“ „Það eru mismunandi vandamál sem fylgja því að vera þjálfari U-21 landsliðsþjálfari. Í mörg ár var mjög erfitt að komast inn í A-landsliðið en svo verða breytingar og það opnast pláss í liðinu. Það er svo undir leikmönnunum komið hvernig þeir nýta tækifærið.“ „Var alltaf skýrt í öllum okkar samræðum að markmið U-21 árs landsliðsins væri að hjálpa leikmönnum að stíga upp í A-landsliðið. Hjá félagsliði er markmiðið að komast í aðalliðið en hjá okkur er lokamarkmiðið alltaf að komast í A-landsliðið. Mikið af leikmönnum fengu slík tækifæri og sumir hafa unnið sér inn fast sæti í A-landsliðinu.“ „Sem þjálfari þarft þú að vera meðvitaður um að þú sért að hjálpa leikmönnunum að komast þangað. Ef þú ert ekki meðvitaður um það þá getur þetta orðið vandamál. Mitt hlutverk er að hjálpa leikmönnum að verða betri og að A-landsliðið fái enn fullmótaðri leikmenn þegar kemur að landsliðs-hugsununni.“ Davíð Snorri í vináttuleik Íslands og Skotlands fyrir ekki svo löngu.Vísir/Hulda Margrét „Leikmennirnir tóku gríðarlegum framförum“ „Það er skemmtilegt og krefjandi verkefni að velja landslið á hverjum tímapunkti fyrir sig. Mjög margir góðir leikmenn og oft á tíðum margir jafnir leikmenn. Ásamt því að fylgjast með þeim leikmönnum sem eru fyrir í hópnum þá fylgist maður með þeim sem eru að stíga upp.“ „Það er mun erfiðara fyrir mig að velja U-21 hópinn í júni og september á þessu ári en í september í fyrra, það er mjög jákvætt. Leikmennirnir tóku gríðarlegum framförum og breiddin í hópnum jókst. Leikmenn unnu sig inn í byrjunarliðin hjá félagsliðum sínum og tóku ákvörðun um að verða betri.“ „Það komu tímar þar sem leikmenn sem byrjuðu mótið voru ekki valdir í hópinn. Ég reyndi að tala við leikmenn þegar þeir duttu út úr hópnum í fyrsta skipti, lét þá vita persónulega að þeir væru ekki með og þá höfðu þeir tækifæri til að spyrja. Þó menn detti út úr hópnum þýðir það ekki að þeir geti ekki dottið inn í hann á nýjan leik, sveiflur í þessu.“ „Jákvætt hversu mikla ábyrgð margir leikmenn taka. Á sama tíma taka sumir ákvörðun að sýna öðru en fótbolta áhuga.“vísir/diego „Þarf að virða það að sumir leikmenn eru góðir að verjast“ „Ef við horfum á A-landsliðin okkar í gegnum árin þá tel ég að við höfum alltaf átt mjög tæknilega góða leikmenn. Bæði hvað varðar leikskilning, tækni og hugarfar. Topparnir okkar hafa alltaf verið virkilega góðir, hvort sem það er núna eða þar á undan. Megum ekki gleyma því. Tel þetta vera enn til staðar.“ „Hugarfarið er mjög gott, tæknin er góð sem og leikskilningur. Aðgengi að leikjum og upplýsingum um bestu leikmennina, upplýsingar um sjálfan þig, klippur af sjálfum þér. Gerir leikmennina meðvitaðri og svo aðstaðan ofan á þetta allt.“ Kolbeinn Þórðarson, Ísak Óli Ólafsson og Bjarki Steinn Bjarkason.Vísir/ Hulda Margrét „Það þarf að virða það að sumir leikmenn eru góðir að verjast. Okkar bestu miðverðir hafa alltaf verið tæknilega mjög góðir að verjast. Sama hvort um er að ræða einn á móti einum, skallaeinvígum eða að stíga fram fyrir menn og þar fram eftir götunum. Þetta er líka tækniatriði, ef við sjáum að leikmenn hafa hæfileika í þessu þurfum við að leyfa þeim að blómstra líka og vera góðir í þessu. Horfum í að það þegar við tökum leikmenn upp, að varnarvinnan skipti máli. Þurfum að leyfa leikmönnum að skera sig úr og verða betri.“ „Snýst ekki um að eiga 50 varnarmenn, snýst um að eiga góða varnarmenn. Fullt af efnilegum varnarmönnum í yngri landsliðunum.“ „Ísland átti bestu leikmenn vallarins í báðum leikjum“ Tvö af yngri landsliðum Íslands, U-19 og U-21, mættu Skotlandi ytra í vináttuleikjum nýverið. „Út í Skotlandi gat ég sagt við sjálfan mig að Ísland ætti bestu leikmenn vallarins í báðum leikjum. Það er jákvætt, við töpum stundum leikjum en við þurfum einnig að horfa í hvernig bestu leikmennirnir okkar voru að spila. Þurfum að leyfa þessum toppum, bestu leikmönnunum okkar, að vera góðir í því sem þeir eru góðir í.“ Þjálfar U-21 árs landsliðið en sinnir mörgum hlutverkum Davíð Snorri er menntaður kennari og þjálfaði hjá Leikni Reykjavík og Stjörnunni áður en hann hóf að vinna fyrir KSÍ. Hann hefur unnið sig upp og þjálfar í dag U-21 árs landsliðið en sinnir að sama skapi öðrum hlutverkum. „Er fyrst og fremst þjálfari U-21 árs landsliðsins, ber ábyrgð á því og öllu sem því tengist. Það er vinnan mín. Ofan á það hef ég undanfarið verið að aðstoða Jörundi Áka Sveinssyni með U-17 og U-16 ára landslið drengja. Hef einnig verið duglegur að leikgreina fyrir bæði A-landslið karla og kvenna. Meira kvenna megin þar sem A-landslið karla spilar á sama tíma og U-21.“ Davíð Snorri og Jörundur Áki, sem er í dag sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ.Vísir/Hulda Margrét „Jafnframt tek ég að mér kennslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Jákvæða við umhverfið sem ég vinn í er að maður snertir á mörgu. Í ákveðnum törnum nærðu ekki að gefa þér tíma í eitthvað en heilt yfir heldur þetta manni ferskum í öllum þáttum leiksins, held það sé mjög mikilvægt.“ „Það er mjög gott, og gaman, að vinna hjá KSÍ. Alger forréttindi að geta unnið í fullri vinnu við fótbolta. Legg mig fram á hverjum degi svo ég geti haldið þeirri vinnu áfram, þetta er vinnan mín en að sama skapi ástríðan mín.“ „Það felst þó mikil vinna í því að halda sér á tánum og fylgjast með hvað er í gangi hverju sinni. Mér líður vel í landsliðinu og vill verða góður landsliðsþjálfari. Það samt sem áður fólkið og umhverfið sem skiptir öllu máli,“ sagði Davíð Snorri Jónasson að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn
Íslenska U-21 árs landsliðið var hársbreidd frá því að komast á lokakeppni EM en liðið tapaði naumlega í umspili um sæti á mótinu gegn Tékklandi eftir frábæra undankeppni. Davíð Snorri, þjálfari liðsins, segir markmið U-21 árs landsliðsins einfalt; það sé að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. „Myndi segja að undankeppnin hjá U-21 hafi verið stórskemmtileg. Við ákváðum að leggja sérstaka áherslu á einbeitingu og hvernig liðið myndi bregðast við því að tapa boltanum. Því var lögð sérstök áhersla á stöðuna einn á einn varnarlega, föst leikatriði og svo leituðum við leiða til að einfalda sóknarleikinn okkar. Vildum auðvelda leikmönnum að spila boltanum fram á við sem og að halda í boltann. Lögðum mikla vinnu í alla þessa þætti, gerðum þetta skref fyrir skref.“ „Við vissum að það væru ákveðin tækifæri að opnast í A-landsliðinu. Menn að fara upp úr U-21, sumir koma til baka en aðrir ekki. Vildum búa til ákveðna grind fyrir U-21 liðið sem myndi auðvelda leikmönnum að stíga inn í hópinn og liðið. Held að við höfum gert þetta vel, einbeiting var góð og við vorum alltaf að taka skref fram á við. Náðum að búa til skemmtilegt lið innan vallar sem utan. Hægt og rólega gátum við svo borið okkur saman við bestu landslið Evrópu í þessum aldursflokki.“ „Var erfitt þegar flautað var af í Tékklandi. Taldi okkur vera á þeim stað að við værum tilbúnir í lokakeppni EM, ef og hefði. Sérstaklega erfitt því að mínu mati höfðu leikmenn bætt sig mikið og voru klárir í lokakeppnina, allt hrós til þeirra.“ „Við setjum pressu á okkur að verða betri. Leikmenn bættu sig sem landsliðsmenn og eru betur undirbúnir í að taka skrefið upp í A-landsliðið, sem er lokamarkmiðið. Viljum búa til gott umhverfi þar sem leikmenn geta bætt sig á sama tíma og við þurfum að ná í úrslit.“ „Mismunandi vandamál sem fylgja því að vera U-21 landsliðsþjálfari“ „Það eru mismunandi vandamál sem fylgja því að vera þjálfari U-21 landsliðsþjálfari. Í mörg ár var mjög erfitt að komast inn í A-landsliðið en svo verða breytingar og það opnast pláss í liðinu. Það er svo undir leikmönnunum komið hvernig þeir nýta tækifærið.“ „Var alltaf skýrt í öllum okkar samræðum að markmið U-21 árs landsliðsins væri að hjálpa leikmönnum að stíga upp í A-landsliðið. Hjá félagsliði er markmiðið að komast í aðalliðið en hjá okkur er lokamarkmiðið alltaf að komast í A-landsliðið. Mikið af leikmönnum fengu slík tækifæri og sumir hafa unnið sér inn fast sæti í A-landsliðinu.“ „Sem þjálfari þarft þú að vera meðvitaður um að þú sért að hjálpa leikmönnunum að komast þangað. Ef þú ert ekki meðvitaður um það þá getur þetta orðið vandamál. Mitt hlutverk er að hjálpa leikmönnum að verða betri og að A-landsliðið fái enn fullmótaðri leikmenn þegar kemur að landsliðs-hugsununni.“ Davíð Snorri í vináttuleik Íslands og Skotlands fyrir ekki svo löngu.Vísir/Hulda Margrét „Leikmennirnir tóku gríðarlegum framförum“ „Það er skemmtilegt og krefjandi verkefni að velja landslið á hverjum tímapunkti fyrir sig. Mjög margir góðir leikmenn og oft á tíðum margir jafnir leikmenn. Ásamt því að fylgjast með þeim leikmönnum sem eru fyrir í hópnum þá fylgist maður með þeim sem eru að stíga upp.“ „Það er mun erfiðara fyrir mig að velja U-21 hópinn í júni og september á þessu ári en í september í fyrra, það er mjög jákvætt. Leikmennirnir tóku gríðarlegum framförum og breiddin í hópnum jókst. Leikmenn unnu sig inn í byrjunarliðin hjá félagsliðum sínum og tóku ákvörðun um að verða betri.“ „Það komu tímar þar sem leikmenn sem byrjuðu mótið voru ekki valdir í hópinn. Ég reyndi að tala við leikmenn þegar þeir duttu út úr hópnum í fyrsta skipti, lét þá vita persónulega að þeir væru ekki með og þá höfðu þeir tækifæri til að spyrja. Þó menn detti út úr hópnum þýðir það ekki að þeir geti ekki dottið inn í hann á nýjan leik, sveiflur í þessu.“ „Jákvætt hversu mikla ábyrgð margir leikmenn taka. Á sama tíma taka sumir ákvörðun að sýna öðru en fótbolta áhuga.“vísir/diego „Þarf að virða það að sumir leikmenn eru góðir að verjast“ „Ef við horfum á A-landsliðin okkar í gegnum árin þá tel ég að við höfum alltaf átt mjög tæknilega góða leikmenn. Bæði hvað varðar leikskilning, tækni og hugarfar. Topparnir okkar hafa alltaf verið virkilega góðir, hvort sem það er núna eða þar á undan. Megum ekki gleyma því. Tel þetta vera enn til staðar.“ „Hugarfarið er mjög gott, tæknin er góð sem og leikskilningur. Aðgengi að leikjum og upplýsingum um bestu leikmennina, upplýsingar um sjálfan þig, klippur af sjálfum þér. Gerir leikmennina meðvitaðri og svo aðstaðan ofan á þetta allt.“ Kolbeinn Þórðarson, Ísak Óli Ólafsson og Bjarki Steinn Bjarkason.Vísir/ Hulda Margrét „Það þarf að virða það að sumir leikmenn eru góðir að verjast. Okkar bestu miðverðir hafa alltaf verið tæknilega mjög góðir að verjast. Sama hvort um er að ræða einn á móti einum, skallaeinvígum eða að stíga fram fyrir menn og þar fram eftir götunum. Þetta er líka tækniatriði, ef við sjáum að leikmenn hafa hæfileika í þessu þurfum við að leyfa þeim að blómstra líka og vera góðir í þessu. Horfum í að það þegar við tökum leikmenn upp, að varnarvinnan skipti máli. Þurfum að leyfa leikmönnum að skera sig úr og verða betri.“ „Snýst ekki um að eiga 50 varnarmenn, snýst um að eiga góða varnarmenn. Fullt af efnilegum varnarmönnum í yngri landsliðunum.“ „Ísland átti bestu leikmenn vallarins í báðum leikjum“ Tvö af yngri landsliðum Íslands, U-19 og U-21, mættu Skotlandi ytra í vináttuleikjum nýverið. „Út í Skotlandi gat ég sagt við sjálfan mig að Ísland ætti bestu leikmenn vallarins í báðum leikjum. Það er jákvætt, við töpum stundum leikjum en við þurfum einnig að horfa í hvernig bestu leikmennirnir okkar voru að spila. Þurfum að leyfa þessum toppum, bestu leikmönnunum okkar, að vera góðir í því sem þeir eru góðir í.“ Þjálfar U-21 árs landsliðið en sinnir mörgum hlutverkum Davíð Snorri er menntaður kennari og þjálfaði hjá Leikni Reykjavík og Stjörnunni áður en hann hóf að vinna fyrir KSÍ. Hann hefur unnið sig upp og þjálfar í dag U-21 árs landsliðið en sinnir að sama skapi öðrum hlutverkum. „Er fyrst og fremst þjálfari U-21 árs landsliðsins, ber ábyrgð á því og öllu sem því tengist. Það er vinnan mín. Ofan á það hef ég undanfarið verið að aðstoða Jörundi Áka Sveinssyni með U-17 og U-16 ára landslið drengja. Hef einnig verið duglegur að leikgreina fyrir bæði A-landslið karla og kvenna. Meira kvenna megin þar sem A-landslið karla spilar á sama tíma og U-21.“ Davíð Snorri og Jörundur Áki, sem er í dag sviðsstjóri knattspyrnusviðs KSÍ.Vísir/Hulda Margrét „Jafnframt tek ég að mér kennslu á þjálfaranámskeiðum KSÍ. Jákvæða við umhverfið sem ég vinn í er að maður snertir á mörgu. Í ákveðnum törnum nærðu ekki að gefa þér tíma í eitthvað en heilt yfir heldur þetta manni ferskum í öllum þáttum leiksins, held það sé mjög mikilvægt.“ „Það er mjög gott, og gaman, að vinna hjá KSÍ. Alger forréttindi að geta unnið í fullri vinnu við fótbolta. Legg mig fram á hverjum degi svo ég geti haldið þeirri vinnu áfram, þetta er vinnan mín en að sama skapi ástríðan mín.“ „Það felst þó mikil vinna í því að halda sér á tánum og fylgjast með hvað er í gangi hverju sinni. Mér líður vel í landsliðinu og vill verða góður landsliðsþjálfari. Það samt sem áður fólkið og umhverfið sem skiptir öllu máli,“ sagði Davíð Snorri Jónasson að endingu.