Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 13:17 Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, ásamt leikmönnum meistaraflokks og yngri flokka FH. Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja. Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira
FH, sem er óumdeilanlega stórveldi í handboltanum, hefur verið án aðalsamstarfsaðila undanfarið ár eða svo. Það hefur sést á því að engin stór auglýsing hefur verið framan á búningum félagsins í handboltanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu ákváðu FH-ingar að vera frekar þolinmóðir við leit sína og tryggja sér öflugan styrktaraðila. Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins verður að auka þátttöku í handknattleik og styrkja um leið lýðheilsu barna og ungmenna. Þessi markmið eru í takt við samfélagslegar áherslur Coripharma sem eru „Heilsa og vellíðan“ og „Jafnrétti kynjanna“ og eru hluti af „Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun„“. Vörumerki Coripharma verður á öllum keppnisbúningum iðkenda FH í handknattleik næstu þrjú árin. „Coripharma vill leggja íþrótta- og æskulýðsstarfi í okkar nærumhverfi lið og sýna samfélagslega ábyrgð sem ört stækkandi fyrirtæki í Hafnarfirði. Stefna FH í að auka veg og virðingu handbolta kvenna jafnt sem karla, ásamt áframhaldandi uppbyggingarstarfi yngri flokka beggja kynja, er stór liður í því að við ákváðum að ganga til samstarfs við félagið. Jafnrétti kynja er mikilvægur hluti af hugmyndafræði Coripharma og áætlanir FH ríma vel við okkar markmið. Við hlökkum verulega til samstarfsins og trúum því að það muni verða gjöfult fyrir báða aðila,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, í tilkynningu. „Það hefur verið mikill vöxtur í iðkendafjölda hjá FH á síðustu árum enda hefur félagið yfir að ráða einstakri aðstöðu og afar hæfum þjálfurum. Við vitum hversu mikilvægt það er að hafa öflugan samstarfsaðila með okkur í þeim verkefnum að breiða út handbolta til yngri iðkenda og að styðja við bakið á verkefnum meistaraflokka félagsins. Það er gríðarlega mikill fengur í því að hafa fengið Coripharma í lið með okkur næstu þrjú árin. Við teljum að tenging fyrirtækja við íþróttir sé mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni því það gefur íþróttafélögum færi á að sækja fram í að styrkja þjónustu við nærsamfélagið í gegnum fjölbreytt íþróttastarf og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan barna og ungmenna,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti en það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á samheitalyfjum til útflutnings. Félagið var stofnað árið 2018 en hjá því starfa nú um 170 manns í fjölbreyttum störfum við þróun og framleiðslu lyfja.
Lyf FH Auglýsinga- og markaðsmál Hafnarfjörður Mest lesið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira