Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2022 10:03 Snjómoksturstæki að störfum í febrúar á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Þá, líkt og nú, snjóaði mikið á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér. Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum síðustu daga hefur snjóað töluvert á suðvesturhorninu. Þetta hefur sett samgöngur úr skorðum, þar á meðal í Reykjavík þar sem færð hefur verið erfið. Snjómokstur Reykjavíkurborgar hefur verið gagnrýndur síðustu daga. Á meðal þeirra sem gagnrýna snjómoksturinn er Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann skrifaði grein, sem íbúi í borginni, sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hann er afar gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Í greininni sakar hann borgarstjórnarmeirihlutann um að vera ófæran um að bregðast við snjókomu og ófærð. Nefnir hann ástandið í eigin hverfi, Reynisvatnsási, sem dæmi um það hversu illa snjómoksturinn gangi. „Inn í það eru tvær akstursleiðir og eru báðar um Haukdælabraut, sem liggur í einskonar boga í gegnum hverfið. Aðrar götur í hverfinu og botnlangar tengjast allar við Haukdælabraut og því nauðsynlegt að hún sé mokuð. Að sjá þar snjóruðningstæki á vegum borgarinnar er hins vegar ólíklegra heldur en að sjá geirfugl,“ skrifar Gunnar Rúnar. Þess má geta að geirfuglinn hefur verið útdauður frá því á 19. öld. Nefnir Gunnar Rúnar að sé þessi tiltekna lykilgata ekki mokuð sitji allir fastir í hverfinu. „Þeir íbúar sem þó ná að moka sig út úr öðrum götum og botnlöngum í hverfinu eru jafn fastir og áður. Þessu verður að breyta strax og setja þann hluta Haukdælabrautar í forgang sem tengir hana við aðrar götur og botnlanga. Að öðrum kosti sitja allir fastir í hverfinu.“ Segir Gunnar Rúnar að farið sé að reyna á þolinmæðina. „Þegar þetta er skrifað á fjórða degi ófærðar er farið að reyna á þolinmæðina. Er til of mikils mælst að borgaryfirvöld sinni grunnþjónustu eins og snjómokstri. Og þá er ég ekki að tala um mokstur húsagatna. Það væri líklega of langt gengið. Heldur bara gatna til að komast út úr hverfum borgarinnar. Er það, eitt og sér, óeðlileg krafa?“ Lesa má grein Gunnars Rúnars hér.
Borgarstjórn Samgöngur Veður Snjómokstur Tengdar fréttir Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19. desember 2022 09:21
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58