Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 08:36 Ásgerður Jóna Flosadóttir er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. Í færslu Fjölskylduhjálparinnar á Reykjanesi í gær sagði að vonast yrði til þess að úthlutun færi fram í dag, ef veður leyfði. „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur,“ segir í færslunni. Svona hljóðar færsla Fjölskylduhjálpar. Nokkur fjöldi fólks gagnrýnir í ummælum við færsluna að framkvæmdin, að taka Íslendinga fram fyrir annað fólk við úthlutun, sé rasismi. Meðal þeirra er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson. „Ekki trúa mér, skoðið bara stjórnarskránna. Þetta er mismunun,“ segir Björn Leví og vísar til 65. greinar stjórnarskrárinnar. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, __þjóðernisuppruna__, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands er sökuð um mismunun. Fyrir tveimur árum lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Uppfært klukkan 10:15 Fjölskylduhjálp á Reykjanesi birti nýja færslu og sagði að aldrei hefði verið meiningin að mismuna neinum. Allir væru jafnir. Úthlutanir ættu að fara fram á tveimur dögum því svo margir skjólstæðingar þyrftu túlka við úthlutun. Sú færsla var fjarlægð innan við klukkustund síðar. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu. Alþingi Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Í færslu Fjölskylduhjálparinnar á Reykjanesi í gær sagði að vonast yrði til þess að úthlutun færi fram í dag, ef veður leyfði. „Við munum þá byrja á Íslendingunum sem sóttu um jólaaðstoð. Og ef vel gengur þá í beinu framhaldi erlenda ríkisborgara með íslenskar kennitölur,“ segir í færslunni. Svona hljóðar færsla Fjölskylduhjálpar. Nokkur fjöldi fólks gagnrýnir í ummælum við færsluna að framkvæmdin, að taka Íslendinga fram fyrir annað fólk við úthlutun, sé rasismi. Meðal þeirra er þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson. „Ekki trúa mér, skoðið bara stjórnarskránna. Þetta er mismunun,“ segir Björn Leví og vísar til 65. greinar stjórnarskrárinnar. „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, __þjóðernisuppruna__, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjölskylduhjálp Íslands er sökuð um mismunun. Fyrir tveimur árum lýsti fyrrverandi sjálfboðaliði og skjólstæðingur reynslu sinni af mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá sögðust konur af erlendum uppruna hafa upplifað mismunun. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, svaraði ásökunum í yfirlýsingu á vef samtakanna. Þar sagði hún að 58 prósent skjólstæðinga væru með erlent ríkisfang og að gagnrýni byggði á staðreyndavillum. Uppfært klukkan 10:15 Fjölskylduhjálp á Reykjanesi birti nýja færslu og sagði að aldrei hefði verið meiningin að mismuna neinum. Allir væru jafnir. Úthlutanir ættu að fara fram á tveimur dögum því svo margir skjólstæðingar þyrftu túlka við úthlutun. Sú færsla var fjarlægð innan við klukkustund síðar. Þessi færsla var fjarlægð skömmu eftir birtingu.
Alþingi Hjálparstarf Félagsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15 Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57 Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37 Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjölmenningarráð vill greinargerð frá Fjölskylduhjálp eftir að fleiri stíga fram og lýsa mismunun Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar hefur farið fram á að Fjölskylduhjálp Íslands skili greinargerð um hvernig tryggt sé að þar sé unnið gegn mismunun við úthlutun til skjólstæðinga. Formaður ráðsins segir skjólstæðinga og sjálfboðaliða af erlendum uppruna hafa lýst mismunun í starfi samtakanna. 15. desember 2020 13:15
Borgin tekur ásakanir á hendur Fjölskylduhjálpar „mjög alvarlega“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að yfirlýsing Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, W.O.M.E.N., þar sem samtökin skora á ráðið að veita Fjölskylduhjálp ekki fjárhagsstuðning, sé tekin mjög alvarlega. 12. desember 2020 18:57
Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ 12. desember 2020 15:37
Formaður Fjölskylduhjálparinnar sögð hafa mismunað skjólstæðingum og sýnt virðingarleysi Fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands segist hafa ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hún hafi orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar saka formanninn um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. 9. desember 2020 18:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent