Þrjú íslensk stórstjörnulið á CrossFit mótinu í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2022 09:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppninni í Miami eins og margar stórar stjörnur kvenna megin. Instagram/@sarasigmunds Liðakeppni Wodapalooza CrossFit mótsins i Miami verður áhugaverðari með hverjum deginum enda bættist íslensk lið í hana annan daginn í röð. Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
Wodapalooza mótið er fyrsta stórmót ársins í CrossFit heiminum og okkar konur ætla heldur betur að keppa við hvora aðra á mótinu en bara ekki í einstaklingskeppninni. Nú síðast var það gefið út Sara Sigmundsdóttir ætlar að keppa í liðakeppni mótsins en hún keppir líka í einstaklingskeppninni. Uppleggið hjá Wodapalooza í ár er þannig að á fimmtudag og föstudag er einstaklingskeppnin en svo á laugardag og sunnudag er liðakeppnin. Sara hefur nóg að gera þessa daga því hún ætlar að keppa bæði í einstaklings- og liðakeppni. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Sara, sem er að ná fullum styrk eftir krossbandsslit, verður í sannkölluðu endurkomuliði því með henni verður Emily Rolfe. Rolfe varð að hætta keppni á síðustu heimsleikum eftir að hafa fengið blóðtappa í vinstri handlegg. Það tókst sem betur fer að koma Rolfe undir réttar hendur fljótt og læknunum tókst að bjarga bæði henni og hendinni hennar. Þriðji meðlimur liðsins er síðan Ástralinn Katelin Van Zyl sem hefur keppt á heimsleikunum bæði í einstaklings og liðakeppni. Hún er tveggja barna móðir en hefur unnið sig til bara í heimsleikaform eftir það. Lið Söru mun keppa við tvö önnur Íslendingalið á Wodapalooza mótinu. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa sama í liði og með þeim er hin unga Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti á síðustu heimsleikum. Rosalega öflugt lið á blaði en svo þurfa þær að ná takti saman. Fyrsta Íslendingaliðið sem var tilkynnt á mótinu en lið Sólveigar Sigurðardóttir sem er keppir fyrir GOWOD liðið með þeim Jacqueline Dahlström frá Noregi og Emma McQuaid frá Írlandi. Það eru fleiri mjög öflug lið á mótinu enda ákváðu stjörnur eins og Laura Horvath, Brooke Wells, Gabriela Migala, Kristi Eramo O’Connell og Amanda Barnhart allar að keppa í liðakeppninni. Það er því alveg öruggt að liðakeppnin fellur ekki í skuggann á einstaklingskeppninni í ár og íslenskt CrossFit áhugafólk mun eflaust fylgjast mjög spennt með gangi mála. View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza) View this post on Instagram A post shared by The TYR Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira