Þverhyrna bætist við íslenska fiskafánu Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:21 Þverhyrnan tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna en það eru djúpfiskar. Svanhildur Egilsdóttir Ný fiskitegund fannst á íslensku hafsvæði í árlegu haustralli Hafrannsóknastofnunar. Svonefnd þverhyrna hefur aldrei áður veiðst í íslenskri efnahagslögsögu þó að hún hafi verið sérfræðingum kunn um nokkurt skeið. Þverhyrnan kom í net Hafró þegar togað var á miklu dýpi, allt að 1.400 metrum. Fjölmargar lítt þekktar tegundir finnast þegar togað er svo djúpt, jafnvel þótt sumar séu nokkuð algengar, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Hún tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna. Flestir fiskar þess ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar. Hafró segir að þegar sjaldgæfir fiskar sem þessir finnist í leiðöngrum séu þeir frystir og skoðanir nánar á rannsóknastofu. Það tók Jónbjörn Pálsson, höfund bókarinnar Íslenskir fiskar sem er stofuninni innan handar við slíkar rannsóknir, aðeins nokkrar sekúndur að bera kennsl á þverhyrnuna. Hyrnan hefur verið Jónbirni og Gunnari Jónssyni, meðhöfundi hans að bókinni, kunn um nokkurn tíma. Hún hefur meðal annars veiðst í leiðöngrum í Grænlandshafi, þar á meðal í Davissundi undan Vestur-Grænlandi og undan Ammasalik við Austur-Grænland. Einnig hefur hún veiðst djúpt vestur og suðvestur af Írlandi og vestan Njörvasunds. Eftir að þverhyrnan veiddist innan íslensku lögsögunnar geti hún nú talist til íslenskrar fiskafánu. Dýr Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Þverhyrnan kom í net Hafró þegar togað var á miklu dýpi, allt að 1.400 metrum. Fjölmargar lítt þekktar tegundir finnast þegar togað er svo djúpt, jafnvel þótt sumar séu nokkuð algengar, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Hún tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna. Flestir fiskar þess ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar. Hafró segir að þegar sjaldgæfir fiskar sem þessir finnist í leiðöngrum séu þeir frystir og skoðanir nánar á rannsóknastofu. Það tók Jónbjörn Pálsson, höfund bókarinnar Íslenskir fiskar sem er stofuninni innan handar við slíkar rannsóknir, aðeins nokkrar sekúndur að bera kennsl á þverhyrnuna. Hyrnan hefur verið Jónbirni og Gunnari Jónssyni, meðhöfundi hans að bókinni, kunn um nokkurn tíma. Hún hefur meðal annars veiðst í leiðöngrum í Grænlandshafi, þar á meðal í Davissundi undan Vestur-Grænlandi og undan Ammasalik við Austur-Grænland. Einnig hefur hún veiðst djúpt vestur og suðvestur af Írlandi og vestan Njörvasunds. Eftir að þverhyrnan veiddist innan íslensku lögsögunnar geti hún nú talist til íslenskrar fiskafánu.
Dýr Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira