Þverhyrna bætist við íslenska fiskafánu Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:21 Þverhyrnan tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna en það eru djúpfiskar. Svanhildur Egilsdóttir Ný fiskitegund fannst á íslensku hafsvæði í árlegu haustralli Hafrannsóknastofnunar. Svonefnd þverhyrna hefur aldrei áður veiðst í íslenskri efnahagslögsögu þó að hún hafi verið sérfræðingum kunn um nokkurt skeið. Þverhyrnan kom í net Hafró þegar togað var á miklu dýpi, allt að 1.400 metrum. Fjölmargar lítt þekktar tegundir finnast þegar togað er svo djúpt, jafnvel þótt sumar séu nokkuð algengar, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Hún tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna. Flestir fiskar þess ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar. Hafró segir að þegar sjaldgæfir fiskar sem þessir finnist í leiðöngrum séu þeir frystir og skoðanir nánar á rannsóknastofu. Það tók Jónbjörn Pálsson, höfund bókarinnar Íslenskir fiskar sem er stofuninni innan handar við slíkar rannsóknir, aðeins nokkrar sekúndur að bera kennsl á þverhyrnuna. Hyrnan hefur verið Jónbirni og Gunnari Jónssyni, meðhöfundi hans að bókinni, kunn um nokkurn tíma. Hún hefur meðal annars veiðst í leiðöngrum í Grænlandshafi, þar á meðal í Davissundi undan Vestur-Grænlandi og undan Ammasalik við Austur-Grænland. Einnig hefur hún veiðst djúpt vestur og suðvestur af Írlandi og vestan Njörvasunds. Eftir að þverhyrnan veiddist innan íslensku lögsögunnar geti hún nú talist til íslenskrar fiskafánu. Dýr Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Sjá meira
Þverhyrnan kom í net Hafró þegar togað var á miklu dýpi, allt að 1.400 metrum. Fjölmargar lítt þekktar tegundir finnast þegar togað er svo djúpt, jafnvel þótt sumar séu nokkuð algengar, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. Hún tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna. Flestir fiskar þess ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar. Hafró segir að þegar sjaldgæfir fiskar sem þessir finnist í leiðöngrum séu þeir frystir og skoðanir nánar á rannsóknastofu. Það tók Jónbjörn Pálsson, höfund bókarinnar Íslenskir fiskar sem er stofuninni innan handar við slíkar rannsóknir, aðeins nokkrar sekúndur að bera kennsl á þverhyrnuna. Hyrnan hefur verið Jónbirni og Gunnari Jónssyni, meðhöfundi hans að bókinni, kunn um nokkurn tíma. Hún hefur meðal annars veiðst í leiðöngrum í Grænlandshafi, þar á meðal í Davissundi undan Vestur-Grænlandi og undan Ammasalik við Austur-Grænland. Einnig hefur hún veiðst djúpt vestur og suðvestur af Írlandi og vestan Njörvasunds. Eftir að þverhyrnan veiddist innan íslensku lögsögunnar geti hún nú talist til íslenskrar fiskafánu.
Dýr Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Sjá meira