Sport

Sara hoppaði út í meira en tíu þúsund feta hæð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir með þeim Jess Towl og Carmen Bosmans sem fóru í fallhlífarstökkið með henni.
Sara Sigmundsdóttir með þeim Jess Towl og Carmen Bosmans sem fóru í fallhlífarstökkið með henni. Instagram/@sarasigmunds

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er ekki bara að undirbúa sig fyrir komandi tímabil heldur er okkar kona alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og ögrandi.

Sara fór út tl Dúbaí í desember til að einbeita sér að æfingum fyrir fyrsta mót næsta tímabils sem verður í Miami í janúar.

Sara tók boði um að keppa á Wodapalooza mótinu eflaust með það markmið að eyða út slæmum minningum fyrir að verða ári síðan þegar hún meiddist á hné á sama móti og varð að hætta keppni.

Sú meiðsli höfðu áhrif á opna hluta heimsleikanna og setti svip á tímabilið sem fór ekki eins vel og hún ætlaði.

Nú bíða margir eftir að sjá Söru stimpla sig inn á ný meðal þeirra bestu eftir að hafa sklitið krossband rétt fyrir 2021 tímabilið.

Sara æfir ekki bara CrossFit í Dúbaí því hún leyfir sér líka að njóta sólarinnar og ævintýra sem borgin býður upp á.

Eitt af því er fallhlífarstökk hjá Skydive Dubai. Sara setti inn myndir af sér á samfélagsmiðla, annars vegar myndir af henni í hálfloftunum og hins vegar myndband tekið af henni í flugvélinni rétt áður en hún hoppaði út í meira en tíu þúsund feta hæð.

Sara var þarna í samfloti með þjálfurunum og vinkonum sínum Carmen Bosmans og Jess Towl.

Sara hafði húmor fyrir myndunum af sér sem voru teknar af henni á hraðir niðurleið fyrir ofan Dúbaí. Myndirnar og myndbandið er hér fyrir ofan en fyrir neðan má sjá mynd sem Towl setti inn sem sýnir vel hvernig það var að hoppa út úr flugvélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×