Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. desember 2022 11:31 Aron Can er viðmælandi í Jólamola dagsins. instagram Árið 2022 hefur verið stórt í lífi tónlistarmannsins Arons Can. Hann var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum, opnaði sinn eigin veitingastað og tilkynnti að hann ætti von á sínu fyrsta barni. Eftir þetta annasama ár ætlar Aron að nýta hátíðirnar í algjöra slökun. Aron er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég myndi klárlega skilgreina mig sem Elf. Ég dýrka þennan notalega tíma árs.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Þar sem ég var að koma heim frá London þá er það sú minning sem situr svona efst í huga akkúrat núna. Maður komst í mikið jólaskap þar. Svo held ég líka mikið upp á það þegar ég og kærastan mín vorum nýflutt inn í íbúðina okkar og vorum bara tvö heima að horfa á jólamyndir saman.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er klárlega airfryerinn sem mamma gaf mér í fyrra þar sem ég nota hann á hverjum einasta degi haha.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er enginn versta jólagjöf sem mér dettur í hug.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Uppáhalds jólahefðin mín er að fara heim til ömmu minnar á jóladag í pálínuboð.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Af því með Stefáni Hilmars.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „National Lampoon's Christmas Vacation.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Yfirleitt kalkún og MIIIKIÐ meðlæti.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig langar alveg rosalega í PlayStation 5 akkúrat núna þar sem bíllinn minn er fastur í snjóskafli fyrir utan heima. Ég sé alveg fyrir mér að spila tölvuleiki með heitt kakó á náttborðinu.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Síðustu ár hafa það verið jólatónleikarnir sem ég hef spilað á. Þegar þeir fara í gang þá eru jólin komin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Þessi jól fara í algjöra slökun. Ég ætla bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni minni og vinum, fara í skemmtilegar göngur með voffa og borða góðan mat.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Jólalög Jólamatur Jól Jólamolar Tónlist Tengdar fréttir „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00 Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. 17. desember 2022 09:00 Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólalag dagsins: Vandræði að vera vegan í jólaboði Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég myndi klárlega skilgreina mig sem Elf. Ég dýrka þennan notalega tíma árs.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Þar sem ég var að koma heim frá London þá er það sú minning sem situr svona efst í huga akkúrat núna. Maður komst í mikið jólaskap þar. Svo held ég líka mikið upp á það þegar ég og kærastan mín vorum nýflutt inn í íbúðina okkar og vorum bara tvö heima að horfa á jólamyndir saman.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er klárlega airfryerinn sem mamma gaf mér í fyrra þar sem ég nota hann á hverjum einasta degi haha.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er enginn versta jólagjöf sem mér dettur í hug.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Uppáhalds jólahefðin mín er að fara heim til ömmu minnar á jóladag í pálínuboð.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Af því með Stefáni Hilmars.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „National Lampoon's Christmas Vacation.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Yfirleitt kalkún og MIIIKIÐ meðlæti.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig langar alveg rosalega í PlayStation 5 akkúrat núna þar sem bíllinn minn er fastur í snjóskafli fyrir utan heima. Ég sé alveg fyrir mér að spila tölvuleiki með heitt kakó á náttborðinu.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Síðustu ár hafa það verið jólatónleikarnir sem ég hef spilað á. Þegar þeir fara í gang þá eru jólin komin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Þessi jól fara í algjöra slökun. Ég ætla bara að njóta þess að vera með fjölskyldunni minni og vinum, fara í skemmtilegar göngur með voffa og borða góðan mat.“ View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang)
Jólalög Jólamatur Jól Jólamolar Tónlist Tengdar fréttir „Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29 Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00 Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. 17. desember 2022 09:00 Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01 Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólalag dagsins: Vandræði að vera vegan í jólaboði Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Alltaf svo gaman að sjá hvað fólki finnst eiga við mann“ Leikarinn Villi Neto hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni síðustu ár og sló eftirminnilega í gegn í áramótaskaupinu. Á þessu ári gekk hann svo til liðs við Borgarleikhúsið og hefur farið með hlutverk í sýningunum Emil í Kattholti og Bara smástund. Villi Neto er viðmælandi í Jólamola dagsins. 19. desember 2022 11:29
Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Athafnakonan og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir hefur upplifað jólin í hinum ýmsu löndum og er hún óhrædd við að skapa sínar eigin jólahefðir með fjölskyldu sinni. Elísabet er viðmælandi í Jólamola dagsins. 18. desember 2022 09:00
Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir eyddi síðustu jólum vopnuð grímu, hönskum og spritti, þar sem hún og María Rut, eiginkona hennar, voru smitaðar af Covid en synir þeirra ekki. Nú er hún nýflutt í draumahúsið og hlakkar til að halda jólin í faðmi fjölskyldunnar á nýja heimilinu. Ingileif er viðmælandi í Jólamola dagsins. 17. desember 2022 09:00
Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins. 16. desember 2022 09:01