Tímamótasamkomulag geti spornað gegn fjöldaútrýmingu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 14:08 Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri landverndar. Stöð 2 Góðar líkur eru á því að hægt verði að sporna við fjöldaútrýmingu tegunda verði tímamótasamkomulagi um vernd á tæplega þriðjungi haf- og landsvæða heimsins fylgt eftir, segir framkvæmdastjóri Landverndar. Íslendingar dragi lappirnar í verndun hafsins og hafi jafnvel staðið í vegi þess. Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu sem náðist á COP15 ráðstefnunni í nótt skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernda þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar fyrir árið 2030 - eða á næstu átta árum. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir þetta tímamótasamkomulag. „Ef af verður eru mjög góðar líkur á því að okkur takist að sporna við fjöldaútdauða tegunda,“ segir Auður. Fyrirvarinn er til kominn vegna þess að ríki heims þurfa nú að grípa til aðgerða til ná fram markmiðum samkomulagsins. Auður bendir á að ekki hafi tekist að fylgja eftir ýmsum settum markmiðum um náttúruvernd á síðustu áratugum. „Og ef fortíðin er besti spámaðurinn um framtíðina ættum við nú að vera hóflega bjartsýn.“ Framkvæmdastjóri Landverndar telur að takmarka eigi eða útrýma alveg botnvörpuveiðum við Ísland til að vernda hafsbotninn. Það er undir hverri og einni þjóð komið að ákveða hvaða land- eða hafsvæði verða vernduð en Auður bendir á að mikil ábyrgð hvíli á löndum líkt og Kongó, Brasilíu og Indónesíu sem búa yfir stórum og fjölbreyttum óspilltum svæðum. Íslendingar draga lappirnar í vernd á hafsvæðum Hún segir Íslendinga standa ágætlega hvað vernd landsvæða varðar en staðan sé allt önnur á sjó, þar sem innan við eitt prósent hafsvæðis við landið nýtur verndar. Íslendingar hafi hingað til dregið lappirnar og jafnvel staðið í vegi verndar. „Eitt fáránlegt dæmi er þegar Ísland sagði sig fylgjandi vernd, en bara ef það fæli ekki í sér vernd gegn fiskveiðum. En það er það sem þarf að vernda hafsvæðin fyrir. Við vitum alveg að stór vernduð hafsvæði auka fiskigegnd á nærliggjandi svæðum þannig þetta meikar ekkert sens,“ segir Auður. „Ef þetta á að vera raunverulega vernd þýðir það vernd gegn fiskveiðum og þá alveg sérstaklega botnveiðum af því það eyðileggur hafsbotninn. Í raun og veru ættu Íslendingar að takmarka eða útrýma alveg botnvörpuveiðum,“ segir Auður.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira