Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 09:21 Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs og starfandi borgarstjóri. Vísir/Arnar Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. Mikla snjókomu gerði á höfuðborgarsvæðinu á aðfararnótt laugardags og færð hefur verið erfið um helgina. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, er hugsi yfir vetrarþjónustu borgarinnar þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að ryðja, að hans sögn. Árangur af þjónustunni væri ekki meiri en aflið sem borgin setti í hana. Eins og sakir standa sé borgin með samninga við verktaka um níu tæki til að ryðja stofnvegi og tengibrautir inn í hverfi og tólf minni tæki til að ryðja göngu- og hjólastíga. „Mér finnst tímabært að hugsa það hvort að borgin eigi ekki að eiga sjálf snjóruðningstæki,“ sagði Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðurkenndi hann þó að hann þekkti ekki vel sögu snjóruðnings í borginni. Hann vildi engu að síður að farið yrði í þá vinnu að skoða hvaða tæki borgin gæti átt, hvað það kostaði og hvort slík tæki gætu gagnast á öðrum tímum ársins. Erfitt væri að spá fyrir um þörfina hverju sinni. Þannig var vetrarþjónusta tvöfalt dýrari fyrir borgina í snjóþyngslum síðasta vetur en gert var ráð fyrir en veturinn á undan fengu verktakar greitt án þess að hreyfa tæki sín þar sem varla féll eitt snjókorn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilara að neðan. Töluverð upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur Sagðist Einar skilja óþreyju fólks eftir að götur þess væru ruddar. Unnið sé eftir ákveðnum forgangi sem megi nálgast í borgarvefsjá. Fyrst sé farið í stofnbrautir og tengibrautir til þess að innviðir geti starfað og borgarbúir hafi kost á því að taka strætó eða nota aðrar samgöngur. Í dag sé kapp lagt á að ryðja húsagötur áður en snjórinn verði að klaka eða bætir enn í fannfergið. Að því sögðu þyrftu borgarbúar að hugsa betur um hvernig þeir tækjust á við ástand sem þetta sem samfélag. Fólk vaði af stað á illa búnum bílum. Strandaðir bílar teppi snjóruðningstæki um alla borg og komi í veg fyrir að hægt sé að ryðja götur sums staðar. „Við þurfum að muna að við búum á Íslandi. Við verðum að geta sýnt smá ábyrgð, ekki fara af stað. Það er bara skítaveður og vond færð. Þá verður maður bara að bíða aðeins,“ sagði Einar sem benti á að sumar borgir í heiminum lokist alveg við aðstæður sem þessar. Gaf hann lítið fyrir umkvartanir á þá leið að nágrannasveitarfélög hafi verið búin að ryðja húsagötur strax um helgina. Upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur væri töluverð. Þannig vissi hann að ekkert hefði til dæmis verið skafið í efri byggðum Kópavogs í gær. Reykjavík Bílar Bítið Borgarstjórn Snjómokstur Tengdar fréttir Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Mikla snjókomu gerði á höfuðborgarsvæðinu á aðfararnótt laugardags og færð hefur verið erfið um helgina. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, er hugsi yfir vetrarþjónustu borgarinnar þrátt fyrir að ágætlega hafi gengið að ryðja, að hans sögn. Árangur af þjónustunni væri ekki meiri en aflið sem borgin setti í hana. Eins og sakir standa sé borgin með samninga við verktaka um níu tæki til að ryðja stofnvegi og tengibrautir inn í hverfi og tólf minni tæki til að ryðja göngu- og hjólastíga. „Mér finnst tímabært að hugsa það hvort að borgin eigi ekki að eiga sjálf snjóruðningstæki,“ sagði Einar í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðurkenndi hann þó að hann þekkti ekki vel sögu snjóruðnings í borginni. Hann vildi engu að síður að farið yrði í þá vinnu að skoða hvaða tæki borgin gæti átt, hvað það kostaði og hvort slík tæki gætu gagnast á öðrum tímum ársins. Erfitt væri að spá fyrir um þörfina hverju sinni. Þannig var vetrarþjónusta tvöfalt dýrari fyrir borgina í snjóþyngslum síðasta vetur en gert var ráð fyrir en veturinn á undan fengu verktakar greitt án þess að hreyfa tæki sín þar sem varla féll eitt snjókorn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilara að neðan. Töluverð upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur Sagðist Einar skilja óþreyju fólks eftir að götur þess væru ruddar. Unnið sé eftir ákveðnum forgangi sem megi nálgast í borgarvefsjá. Fyrst sé farið í stofnbrautir og tengibrautir til þess að innviðir geti starfað og borgarbúir hafi kost á því að taka strætó eða nota aðrar samgöngur. Í dag sé kapp lagt á að ryðja húsagötur áður en snjórinn verði að klaka eða bætir enn í fannfergið. Að því sögðu þyrftu borgarbúar að hugsa betur um hvernig þeir tækjust á við ástand sem þetta sem samfélag. Fólk vaði af stað á illa búnum bílum. Strandaðir bílar teppi snjóruðningstæki um alla borg og komi í veg fyrir að hægt sé að ryðja götur sums staðar. „Við þurfum að muna að við búum á Íslandi. Við verðum að geta sýnt smá ábyrgð, ekki fara af stað. Það er bara skítaveður og vond færð. Þá verður maður bara að bíða aðeins,“ sagði Einar sem benti á að sumar borgir í heiminum lokist alveg við aðstæður sem þessar. Gaf hann lítið fyrir umkvartanir á þá leið að nágrannasveitarfélög hafi verið búin að ryðja húsagötur strax um helgina. Upplýsingaóreiða í kringum snjómokstur væri töluverð. Þannig vissi hann að ekkert hefði til dæmis verið skafið í efri byggðum Kópavogs í gær.
Reykjavík Bílar Bítið Borgarstjórn Snjómokstur Tengdar fréttir Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08 Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50 Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. 19. desember 2022 06:08
Allt tiltækt lið Reykjavíkurborgar að störfum Allt tiltækt lið Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum við snjómokstur. Stofn- og tengibrautir eiga að vera færar en safngötur eru margar ófærar í efri byggðum. Ekki er gert fyrir úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. 18. desember 2022 17:50
Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18. desember 2022 13:01