Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti í þriðja riðli á braut 7 og kom fjórða í mark þar sem hún sló eigið Íslandsmet. Tími Snæfríðar var 1:55,34 en fyrra metið hennar var 1:55,60 mínúta þar sem hún synti á bikarmóti í Danmörku í nóvember mánuði. Snæfríður endaði í ellefta sæti af þrjátíu og fjórum keppendum.
Snæfríður Sól og Anton Sveinn McKee hafa bæði lokið keppni á HM í Melbourne í Ástralíu. Árangur Antons og Snæfríðar var afar góður. Snæfríður varð fimmtánda í hundrað metra skriðsundi af sextíu og þremur keppendum.
Anton varð í átjánda sæti í hundrað metra bringusundi af fimmtíu og níu keppendum og í tvö hundruð metra bringusundi varð Anton í tíunda sæti af tuttugu og níu keppendum.
Næst á dagskrá hjá Antoni og Snæfríði er Reykjavík International Swim Meet sem fer fram í Laugardagslaug í janúar mánuði.