„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2022 22:00 Katrín Jakobsdóttir Vísir/Vilhelm Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti. Katrín var í viðtali hjá Euronews á dögunum og ræddi þar meðal annars um bókaskrifin. Katrín segir í viðtalinu að hún hafi alltaf haft gaman af glæpum og þegar hún útskrifaðist úr bókmenntafræði á sínum tíma skrifaði hún lokaritgerð um glæpasögur. Það var á þeim tíma þegar íslenskar glæpasögur voru fyrst að byrja að ryðja sér til rúms. „Og mig hefur lengi dreymt um að skrifa mína eigin skáldsögðu en ég hefði án efa ekki látið verða af því ef að ég hefði ekki haft meðhöfund sem ýtti mér áfram og sagði: „Við gerum þetta saman!“ Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög gaman að skrifa hana og ég held að jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi. Ég held að það sé mjög gott fyrir okkur, vegna þess að stundum erum við ekki mjög skapandi í pólitíkinni!“ segir Katrín í viðtalinu. Katrín skrifaði bókina á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. „Ég var algjörlega heltekin af veirunni og var hálfpartinn komin með vírusinn og afleiðingarnar og aðgerðirnar á heilann,“ segir hún og bætir við að það hafi í raun bjargað geðheilsu sinni í heimsfaraldrinum að hafa hliðarverkefni sem hún gat gripið seint á kvöldin eða þegar hún átti lausa stund. Mælir hún með slíku fyrir alla, og ekki einungis stjórnmálamenn. „Við erum kannski ekki öll að fara að skapa einhver stór listaverk en ég held að það sé mjög hollt að leggja rækt við og næra þessa skapandi hlið sem ég held að við búum öll yfir. Ég held að við gerum ekki nógu mikið af því.“ Fjölbreytnin er ekki slæm Í viðtalinu við Katrínu er einnig komið inn á íslenska kvikmyndagerð, stríðið í Úkraínu og jafnrétti á Íslandi. Katrín er meðal annars spurð hvort hún sé hlynnt því að hafa kynhlutlausa flokka á verðlaunahátíðum. „Ég held að fjölbreytni sé lykilatriðið í þessu. Við erum ekki einungis með karlmenn og konur, við erum líka með mismunandi gerðir af fólki. Hér á Íslandi erum við með tiltölulega nýja löggjöf um kynbundið sjálfræði sem kveður á um að það sé réttur einstaklinga að velja sitt eigið kyn. Ég held að meiri fjölbreytni sé ekki slæm fyrir karla og konur. Ég held að við verðum einfaldlega að taka undir með þeirri staðreynd að heimurinn er fullur af ólíku fólki.“ Alþingi Bókmenntir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Katrín var í viðtali hjá Euronews á dögunum og ræddi þar meðal annars um bókaskrifin. Katrín segir í viðtalinu að hún hafi alltaf haft gaman af glæpum og þegar hún útskrifaðist úr bókmenntafræði á sínum tíma skrifaði hún lokaritgerð um glæpasögur. Það var á þeim tíma þegar íslenskar glæpasögur voru fyrst að byrja að ryðja sér til rúms. „Og mig hefur lengi dreymt um að skrifa mína eigin skáldsögðu en ég hefði án efa ekki látið verða af því ef að ég hefði ekki haft meðhöfund sem ýtti mér áfram og sagði: „Við gerum þetta saman!“ Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög gaman að skrifa hana og ég held að jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi. Ég held að það sé mjög gott fyrir okkur, vegna þess að stundum erum við ekki mjög skapandi í pólitíkinni!“ segir Katrín í viðtalinu. Katrín skrifaði bókina á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. „Ég var algjörlega heltekin af veirunni og var hálfpartinn komin með vírusinn og afleiðingarnar og aðgerðirnar á heilann,“ segir hún og bætir við að það hafi í raun bjargað geðheilsu sinni í heimsfaraldrinum að hafa hliðarverkefni sem hún gat gripið seint á kvöldin eða þegar hún átti lausa stund. Mælir hún með slíku fyrir alla, og ekki einungis stjórnmálamenn. „Við erum kannski ekki öll að fara að skapa einhver stór listaverk en ég held að það sé mjög hollt að leggja rækt við og næra þessa skapandi hlið sem ég held að við búum öll yfir. Ég held að við gerum ekki nógu mikið af því.“ Fjölbreytnin er ekki slæm Í viðtalinu við Katrínu er einnig komið inn á íslenska kvikmyndagerð, stríðið í Úkraínu og jafnrétti á Íslandi. Katrín er meðal annars spurð hvort hún sé hlynnt því að hafa kynhlutlausa flokka á verðlaunahátíðum. „Ég held að fjölbreytni sé lykilatriðið í þessu. Við erum ekki einungis með karlmenn og konur, við erum líka með mismunandi gerðir af fólki. Hér á Íslandi erum við með tiltölulega nýja löggjöf um kynbundið sjálfræði sem kveður á um að það sé réttur einstaklinga að velja sitt eigið kyn. Ég held að meiri fjölbreytni sé ekki slæm fyrir karla og konur. Ég held að við verðum einfaldlega að taka undir með þeirri staðreynd að heimurinn er fullur af ólíku fólki.“
Alþingi Bókmenntir Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira