„Leikmennirnir hafa snúið þessu við" Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 09:52 Rúnar Sigtryggsson stýrt Leipzig til sigurs í öllum sex deildarleikjum liðsins frá því að hann tók við. Hendrik Schmidt/picture alliance via Getty Images Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði. Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
„Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira