„Leikmennirnir hafa snúið þessu við" Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 09:52 Rúnar Sigtryggsson stýrt Leipzig til sigurs í öllum sex deildarleikjum liðsins frá því að hann tók við. Hendrik Schmidt/picture alliance via Getty Images Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði. Þýski handboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
„Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði.
Þýski handboltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira