„Leikmennirnir hafa snúið þessu við" Hjörvar Ólafsson skrifar 17. desember 2022 09:52 Rúnar Sigtryggsson stýrt Leipzig til sigurs í öllum sex deildarleikjum liðsins frá því að hann tók við. Hendrik Schmidt/picture alliance via Getty Images Rúnar Sigtryggsson hefur farið einkar vel af stað sem þjálfari Leipzig, sem leikur í þýsku efstu deildinni í handbolta karla. Rætt var við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem birtist í gærkvöldi um vistaskiptin frá Ásvöllum til Leipzig og fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði. Þýski handboltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira
„Þetta bar brátt að og það tók í raun bara eina helgi að taka ákvörðun um að fara frá Haukum og stökkva á tilboðið frá Leipzig. Ég var staddur með Haukaliðinu í Kýpur í verkefni í Evrópukeppni þegar ég var að ræða við forráðamenn Leipzig," segir Rúnar um aðdraganda þess að hann samdi við Leipzig. Rúnar stýrði Leipzig til sigurs í fyrsta deildarleik sínum við stjórnvölinn hjá liðinu degi eftir að hann kom til Þýskalands. „Ég lenti í Leipzig kvöldinu fyrir fyrsta leik og við tókum morgunæfingu á leikdegi fyrsta leiksins sem ég stýrði. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er fyrst og fremst þakklátur vinnuveitendum mínum, Eimskip og Haukum, að hafa látið þetta ganga upp. Það er þeim að þakka hvað þetta hefur gengið vel allt saman á nýjum stað," segir þjálfarinn um fyrstu daga sína hjá Leipzig. Áður en Rúnar kom til Leipzig var liðið í fallsæti, hafði haft betur í tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni af tíu. Eftir komu Rúnars hefur gengi liðsins umturnast en liðið hefur borið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum undir hans stjórn. „Það eru leikmennirnir sem hafa snúið þessu við. Við höfum kannski bara einfaldað leik liðsins eftir að ég tók við, spilum hraðari bolta og það er skýrara kannski hverjir eru lykilleikmennirnir í liðinu. Aðrir leikmenn þurfa einfaldlega að leggja á sig vinnu til þess að komast í þann gæðaflokk sem þeir sem eru að spila mest eru í til þess að fá mínútur inni á vellinum," segir Rúnar aðspurður um hvað liggi að baki velgengninni undanfarnar vikur. Viggó Kristjánsson hefur blómstrað undir stjórn Rúnars. Vísir/Getty Einn þeirra leikmanna sem hafa fundið fjölina eftir að Rúnar tók við stjórnartaumunum hjá Leipzig er íslenski landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson. „Viggó hefur verið feykilega góður síðan ég kom og við erum líka bara vel staddir í hægri skyttustöðunni. Ef Viggó þarf pásu erum við með öfluga króatíska hægri skyttu sem hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum. Viggó er sköpunarglaður leikmaður og kannski stundum með of mikla sköpunargleði. Það er hins vegar allt í góðu lagi á meðan hann skorar jafn mörg mörk og hann er að gera þessa stundina," segir Rúnar um lærisvein sinn. Viðtalið við Rúnar má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtal við Viggó Kristjánsson um stjóraskiptin frá því í síðasta mánuði.
Þýski handboltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira