Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2022 17:45 Það var baráttuhugur í um áttatíu manna samninganefnd Eflingar þegar hún mætti til fyrsta samningafundarins undir stjórn ríkissáttasemjara með Samtökum atvinnulífsins í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði. Ríflega áttatíu manna samninganefnd Eflingar marseraði undir slagorðaborðum á fyrsta samningafundinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn stóð í um níutíu mínútur og hefur annar fundur verið boðaður á fimmtudag í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var jákvæður um gang viðræðna að fundi loknum. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA var vongóður um að samningar takist fljótlega eftir fundinn með samninganefnd Eflingar í dagVísir/Vilhelm „Ég held að hann hafi skilað heilmiklu. Við fórum í raun yfir kjarasamninginn sem við höfum gert við Starfsgreinasambandið í heild sinni. Settum hann í samhengi við eflingarfólk. Markmið okkar er að ná kjarasamningi hratt og örugglega og við ítrekuðum það hér í dag við samninganefnd Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir hennar fólk til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Ertu vongóð um að þið náið fram einhverju meiru en aðrir samningar hafa sýnt? „Ég er náttúrlega að sjálfsögðu ekki bara vongóð um það heldur er ég fullviss um það.“ Formaður Eflingar segir þær hækkanir sem samið hafi verið um við önnur stéttarfélög að undanförnu ekki duga Eflingu.Vísir/Vilhelm Fundurinn hafi farið í kynningu SA á samningum við Starfsgreinasambandið og önnur stéttarfélög. „Því er haldið fram að þetta sé einhvers konar framhald af lífkjarasamningnum. Það er einfaldlega ósatt. Þarna hefur verið samið þannig að þau sem minnst hafa fá minnst og þau sem mest hafa fá mest. Sem er alger andstæða lífskjarasamningsins,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir SA vilja semja við Eflingu á grunni nýgerðra samninga sem félög áttatíu þúsund manns á vinnimarkaði hafi skrifað undir. En auðvitað væru allir samningar aðlagaðir að hverjum og einum viðsemjenda þótt ramminn væri skýr. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. „Ég fullyrði að SGS samningurinn er settur upp með þeim hætti að hann skilar verulegri kaupmáttaraukningu á lægsta enda tekjudreifingarinnar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Samningurinn við SGS næði til sömu starfa og hjá félögum Eflingar. Sólveig Anna telur ekki miklar líkur á að samningar takist fyrir jól. Enda næsti fundur boðaður daginn fyrir Þorláksmessu. Það er nánast óþekkt að jafn fjölmenn samninganefnd mæti til fundar hjá ríkissáttasemjara og samninganefnd Eflingar sem mætti til fundar við Samtök atvinnulífsins í dagVísir/Vilhelm „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ segir formaður Eflingar. Krafan um 56.700 króna hækkun allra launa auk 15 þúsund króna framfærsluuppbótar standi. „Til að mæta þeirri staðreynd að heimili láglaunafólks eru rekin með viðvarandi halla,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022 Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Ríflega áttatíu manna samninganefnd Eflingar marseraði undir slagorðaborðum á fyrsta samningafundinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í dag. Fundurinn stóð í um níutíu mínútur og hefur annar fundur verið boðaður á fimmtudag í næstu viku. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var jákvæður um gang viðræðna að fundi loknum. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA var vongóður um að samningar takist fljótlega eftir fundinn með samninganefnd Eflingar í dagVísir/Vilhelm „Ég held að hann hafi skilað heilmiklu. Við fórum í raun yfir kjarasamninginn sem við höfum gert við Starfsgreinasambandið í heild sinni. Settum hann í samhengi við eflingarfólk. Markmið okkar er að ná kjarasamningi hratt og örugglega og við ítrekuðum það hér í dag við samninganefnd Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir hennar fólk til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Ertu vongóð um að þið náið fram einhverju meiru en aðrir samningar hafa sýnt? „Ég er náttúrlega að sjálfsögðu ekki bara vongóð um það heldur er ég fullviss um það.“ Formaður Eflingar segir þær hækkanir sem samið hafi verið um við önnur stéttarfélög að undanförnu ekki duga Eflingu.Vísir/Vilhelm Fundurinn hafi farið í kynningu SA á samningum við Starfsgreinasambandið og önnur stéttarfélög. „Því er haldið fram að þetta sé einhvers konar framhald af lífkjarasamningnum. Það er einfaldlega ósatt. Þarna hefur verið samið þannig að þau sem minnst hafa fá minnst og þau sem mest hafa fá mest. Sem er alger andstæða lífskjarasamningsins,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir SA vilja semja við Eflingu á grunni nýgerðra samninga sem félög áttatíu þúsund manns á vinnimarkaði hafi skrifað undir. En auðvitað væru allir samningar aðlagaðir að hverjum og einum viðsemjenda þótt ramminn væri skýr. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan. „Ég fullyrði að SGS samningurinn er settur upp með þeim hætti að hann skilar verulegri kaupmáttaraukningu á lægsta enda tekjudreifingarinnar,“ segir framkvæmdastjóri SA. Samningurinn við SGS næði til sömu starfa og hjá félögum Eflingar. Sólveig Anna telur ekki miklar líkur á að samningar takist fyrir jól. Enda næsti fundur boðaður daginn fyrir Þorláksmessu. Það er nánast óþekkt að jafn fjölmenn samninganefnd mæti til fundar hjá ríkissáttasemjara og samninganefnd Eflingar sem mætti til fundar við Samtök atvinnulífsins í dagVísir/Vilhelm „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ segir formaður Eflingar. Krafan um 56.700 króna hækkun allra launa auk 15 þúsund króna framfærsluuppbótar standi. „Til að mæta þeirri staðreynd að heimili láglaunafólks eru rekin með viðvarandi halla,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022 Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36
Eflingu hafi markvisst verið haldið frá viðræðum Samninganefnd Eflingar og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittast í Karphúsinu klukkan eitt í dag, á fyrsta fundi undir stjórn ríkissáttasemjara frá því að kjaradeilunni var vísað þangað. Samninganefndin telur að Eflingarfélögum hafi markvisst verið haldið frá viðræðum um kjarasamninga að undanförnu. 16. desember 2022 10:33