„Fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Styrmir Snær Þrastarson var frábær í liði Þórs í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Styrmir Snær Þrastarson skilaði 26 stigum og níu fráköstum er Þór frá Þorlákshöfn vann sinn annan leik á tímabilinu og lyfti sér þar með upp úr botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta. Leikmaðurinn segir að nú þurfi liðið að byggja ofan á þennan leik og fara að tengja saman sigra. „Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Það er bara virkilega gott og við þurfum að byggja ofan á þessu. Þetta er annar leikurinn okkar í vetur þar sem við erum búnir að vera góðir þannig við þurfum bara að byggja ofan á þessu og halda áfram,“ sagði Styrmir að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina frá upphafi leiks, en áttu í vandræðum með að hrista gestina af sér í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu mest átta stiga forskoti fyrir hálfleikshléið, en sprengdu leikinn upp í þriðja leikhluta og voru nánast búnir að gera út um hann áður en lokaleikhlutinn hófst. „Við í rauninni dettum bara í þennan takt þar sem við spilum frábæra vörn og förum að senda boltann mjög vel í sókninni. Þá galopnast allt og við fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um.“ Styrmir getur verið stoltur af sínu dagsverki, en hann skilaði 26 stigum, níu fráköstum og fjórum stoðsendingum. Liðsfélagi hans, Vincent Shahid, var einnig frábær og skoraði 41 stig, ásamt því að gefa 13 stoðsendingar. „Það er geggjað að hafa hann. Hann náttúrulega æfði ekkert í vikunni. Hann skar sig á putta og var ekkert búinn að æfa í vikunni en kom svo og setti einhverja 52 framlagspunkta hérna. Ég tel það nú bara vera allt í lagi,“ sagði Styrmir léttur. Næsti leikur Þórs er gegn Grindvíkingum á milli jóla og nýárs og Styrmir segir að sigurinn í kvöld muni fylgja liðinu í þann leik. „Já algjörlega. Við erum bara að horfa upp á við því við getum ekki farið mikið neðar. Við þurfum bara eins og ég segi að fara að byggja upp á þessu.“ Að lokum viðurkennir Styrmir að það sé góð tilfinning að vera ekki lengur á botni deildarinnar. „Það hefur allavega verið svona aftast í hausnum og það er gott að vera ekki á botninum yfir jólin. En við erum samt enn í fallsæti og við þurfum bara að horfa upp á við.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. 15. desember 2022 22:01