Segir Helga vera að passa upp á vörumerkið Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 21:55 Katrín Lóa Kristrúnardóttir hefur sakað Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Katrín Lóa Kristrúnardóttir, sem sakað hefur Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti, segist telja að afsökunarbeiðni Helga sé ætlað að verja vörumerki hans, hann sjái ekki eftir neinu. Þetta sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í Veislunni á FM957 í dag. Katrín Lóa steig fram í þættinum Eigin Konur á vef Stundarinnar sem birtur var í dag. Þar sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi sagðist hafa gert mistök og baðst afsökunar. Sjá einnig: Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Aðspurð um það hvort hún hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar sagði Katrín að enginn hefði talað við hana. „Sko það hefur enginn beðið mig afsökunar hingað til. Ég hef heyrt bara eitthvað leiðinlegt að þetta kom fyrir. En ég held að afsökunarbeiðnin sé bara til þess að þú veist af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað,“ sagði Katrín. „Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“ Hún segist ekki hafa kært því frá lögreglunni hafi hún fengið þau skilaboð að málið yrði alltaf orð gegn orði og án myndbands eða slíks myndi málið reynast erfitt. „Jú, þeir sem sagt sögðu bara við mig þetta er alltaf orð á móti orði. Ef þú ættir vídjó af þessu gerast að þá værir þú með sterkt mál. Mældu bara með því að ég myndi reyna að ná myndbandi af manneskju áreita mig skilurðu - sem er frekar heimskulegt. Af því að í þessum sporum þá ertu ekki bara eitthvað heyrðu bíddu, ég ætla að stilla upp myndavélinni,“ sagði Katrín Lóa. „En réttarkerfið er bara svona í dag. Sem er ástæðan fyrir því að ég kærði ekki.“ Hver hennar næstu skref í málinu segir Katrín Lóa að hún sé búin að segja sína sögu. Nú ætli hún að reyna að skilja þetta eftir, jafna sig og komast yfir þennan hluta lífs hennar. Hlusta má á allan þáttinn í dag í spilaranum hér að neðan. Katrín mættr þegar klukkutími og 21 mínúta er liðin og ræddu hún einnig önnur mál. Kynferðisofbeldi FM957 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þetta sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í Veislunni á FM957 í dag. Katrín Lóa steig fram í þættinum Eigin Konur á vef Stundarinnar sem birtur var í dag. Þar sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi sagðist hafa gert mistök og baðst afsökunar. Sjá einnig: Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Aðspurð um það hvort hún hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar sagði Katrín að enginn hefði talað við hana. „Sko það hefur enginn beðið mig afsökunar hingað til. Ég hef heyrt bara eitthvað leiðinlegt að þetta kom fyrir. En ég held að afsökunarbeiðnin sé bara til þess að þú veist af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað,“ sagði Katrín. „Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“ Hún segist ekki hafa kært því frá lögreglunni hafi hún fengið þau skilaboð að málið yrði alltaf orð gegn orði og án myndbands eða slíks myndi málið reynast erfitt. „Jú, þeir sem sagt sögðu bara við mig þetta er alltaf orð á móti orði. Ef þú ættir vídjó af þessu gerast að þá værir þú með sterkt mál. Mældu bara með því að ég myndi reyna að ná myndbandi af manneskju áreita mig skilurðu - sem er frekar heimskulegt. Af því að í þessum sporum þá ertu ekki bara eitthvað heyrðu bíddu, ég ætla að stilla upp myndavélinni,“ sagði Katrín Lóa. „En réttarkerfið er bara svona í dag. Sem er ástæðan fyrir því að ég kærði ekki.“ Hver hennar næstu skref í málinu segir Katrín Lóa að hún sé búin að segja sína sögu. Nú ætli hún að reyna að skilja þetta eftir, jafna sig og komast yfir þennan hluta lífs hennar. Hlusta má á allan þáttinn í dag í spilaranum hér að neðan. Katrín mættr þegar klukkutími og 21 mínúta er liðin og ræddu hún einnig önnur mál.
Kynferðisofbeldi FM957 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira