Óvenjulegt kuldaskeið hefur víða gríðarleg áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2022 20:31 Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti hafa skýlin þannig opin á morgun. Ískuldinn sem nú ríkir kemur líka afar illa niður á smáfuglum. Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann. Veður Reykjavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Það verður áfram ískalt á landinu alla næstu viku ef marka má veðurspár. Reykjavíkurborg ákvað í dag að hafa neyðarskýli sín, sem alla jafna eru opin frá fimm á daginn til tíu á morgnanna, opin allan sólarhringinn á morgun vegna kulda. Staðan verði svo metin. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Við förum vel yfir hvar við getum opnað að auki og og rýmkað til. Það er okkar forgangur að engin þurfi að sofa úti eða sé vísað frá á næturnar. En ef fleiri væru til í að koma með úrræði eins og Samhjálp, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn, þá væri það frábært,“ segir Heiða. Heiða bendir á að um þrjú hundruð manns hafi notað neyðarskýlin í borginni á þessu ári af þeim séu hundrað frá öðrum sveitarfélögum. Þau þurfi að koma meira að málaflokknum. „Við erum að læra þetta og verðum að hlusta og meta og gera eins vel og við getum en þar verða fleiri að koma að en bara Reykjavík,“ segir Heiða. Geti valið um að nokkrir deyi vegna kuldans Ragnar Erling Hermannsson sem hefur glímt við heimilisleysi um þó nokkurt skeið vonar að borgin hafi opið allan sólarhringinn meðan kuldakastið varir. „Ég ætla nú bara að fá að sjá hvort það verði meira en bara morgundagurinn. Það er líka hægt að velta fyrir sér hvort þetta er bara eitthvað sýningarhjal hjá borginni. Í raun og veru þá hafa þau bara val um það að svona tveir til þrír bara deyi á morgun eða hafa opið meðan kuldinn er svona mikill,“ segir Ragnar. Smáfuglar líka í vanda Það eru fleiri sem eiga erfitt í tíðinni sem nú varir en það getur reynst smáfuglum afar erfitt að finna æti og rennandi vatn. „Það er erfitt að finna fæðu í þessu frosti. Það eru örfáir klukkustundir á dag sem er bjart þannig að það er skemmri tími til að leita sér að fæðu og lengri tími til að halda á sér hita sem er öll nóttin,“ segir Hólmfríður Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar. Hólmfríður segir gríðarlega mikilvægt að fólk gefi fuglunum meðan tíðin er svona og passi að þeir fái vatn. „Það þarf helst að gefa þeim tvisvar á dag, þegar birtir og svo aftur þegar rökkvar,“ segir hún. Kuldatíðin gæti líka haft áhrif á sundlaugarnar. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá ÍTR segir að mögulega gæti þurft að loka þremur laugum. „Það eru þrjár laugar Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og Dalslaug sem að hugsanlega þurfa að loka vegna kuldans. Ég var að fá skilaboð núna um að það þarf ekki að loka á morgun en svo tökum við stöðuna á hverjum degi og það er mikil kuldaspá framundan þannig að það er ekki hægt að segja af eða á,“ segir hann.
Veður Reykjavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira