Almenningur býður parinu samastað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 12:00 Parið lenti illa í því í gær þegar gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra eftir að lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur. sigurjón ólason Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ. Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ.
Kópavogur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira