Almenningur býður parinu samastað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 12:00 Parið lenti illa í því í gær þegar gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra eftir að lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur. sigurjón ólason Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ. Kópavogur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ.
Kópavogur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Sjá meira