Almenningur býður parinu samastað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 12:00 Parið lenti illa í því í gær þegar gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra eftir að lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur. sigurjón ólason Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ. Kópavogur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ.
Kópavogur Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira