„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Atli Arason skrifar 14. desember 2022 23:00 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. „Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég sagði við stelpurnar inn í klefa að við erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír bæði varnarlega og sóknarlega. Sérstaklega þegar við náum að tengja saman stoppin og keyra upp hraðan í leiknum. Það er okkar styrkleiki. Við eigum marga leikmenn sem eru rosalega góðir í því,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Við erum bara ekki alveg komnar á þennan stað og sérstaklega ekki með Laniero meidda, þá erum við ekki að ná að framkvæma nógu vel á hálfum velli í brakinu [e. crunch time]. Á þeim tíma vorum við svolítið að bíða eftir því Collier kláraði leikinn fyrir okkur.“ Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í treyju Njarðvíkur í kvöld. Collier skoraði 40 stig ásamt því að rífa niður 21 frákast, gefa sjö stoðsendingar og stela sjö boltum. „Hún spilaði 47 mínútur á sunnudaginn en frammistaðan sem hún var að mæta með í kvöld, þrem dögum síðar, er bara til fyrirmyndar. Hún hleypur út um allan völl og er að berjast fyrir öllum boltum. Það er bara ekki hægt að biðja um mikið meira,“ svaraði Rúnar, aðspurður út í frammistöðu Collier. Njarðvík sneri leiknum við í síðari hálfleik og leiddi nánast allan seinni hálfleikinn, þangað til að rúmar tvær mínútur voru eftir. Þá tók við frábær lokakafli hjá Haukum sem skilaði því þá að gestirnir fóru heim með stigin tvö. „Þetta er virkilega svekkjandi, að ná ekki að klára leikinn eftir að við eigum mjög góðan leikkafla í seinni hálfleik og komum okkur í mjög þægilega stöðu, svona þannig lagað, þó svo að tíu stig er ekki mikill munur í körfubolta. Mér fannst við samt leyfa þeim að komast aðeins og auðveldlega aftur inn í leikinn.“ Framundan er tveggja vikna jólafrí áður en Njarðvík fer í heimsókn til Vals þann 28. desember. Fríið er kærkomið fyrir meiðslahrjáð lið Njarðvíkur að mati Rúnars. „Það verður ágætt að fá að nústilla eftir þessa meiðslatíð. Nú fáum við smá tíma til að stíga til baka og horfa á leikina aftur og aftur til þess að finna einhverjar nýjar og geggjaðar lausnir sem við mætum með í Origo á milli jóla og nýárs til að kveikja í höllinni þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deild kvenna í kvöld og unnu fjögurra stiga sigur í æsispennandi leik, lokatölur 77-81. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. desember 2022 22:15