Lögregluþjónar fundu bílinn þó skömmu síðar þar sem honum hafði verið lagt.
Þá barst tilkynning um óvelkomið fólk í verslun í miðbænum. Starfsmaður verslunarinnar óskaði eftir aðstoð lögreglu við að vísa fólkinu út. Tilkynnt var um þjófnað í verslun í Kópavogi og reykskynjara sem fór í gang í verslun í Breiðholti.
Lögreglunni bárust einnig nokkrar tilkynningar um þjófnað úr verslunum og mann sem stal bensíni í Árbænum.
Auk þess að mikið virðist hafa gengið á í verslunum í dag var ekið á gangandi vegfaranda í Múlunum. Lögreglan segir ekki hvort það hafi verið alvarlegt slys eða ekki. Þá var tilkynnt um óvelkominn aðila með hótanir í miðbænum og innbrot og þjófnað í geymslum í Laugardalnum.