Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 18:06 Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður. Aðsend Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum. Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum.
Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira