„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. desember 2022 18:40 Guðný Helena Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir marga leita til þeirra fyrir jólin. Vísir/Egill Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“ Hjálparstarf Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“
Hjálparstarf Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira