Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 17:01 Mike White fékk að finna fyrir Buffalo Bills vörninni um helgina. Joshua Bessex/Getty Images Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum. Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð