„Ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu“ Snorri Másson skrifar 16. desember 2022 08:55 Sigurjón Guðjónsson (@SiffiG) og Tómas Steindórsson (@tommisteindors), báðir einkum þekktir af málflutningi sínum á samfélagsmiðlinum Twitter, voru fengnir í pallborð Íslands í dag til að gera upp árið á Twitter. Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Þar kom margt misgott fram, en á meðal þess er það sem Siffi taldi tvímælalaust versta augnablik ársins á samfélagsmiðlinum: „Það var eitt sem vakti upp óhug hjá mér. Það er þegar einhver spurði fylgjendur sína hver væri með flottasta rassinn á forritinu. Sigurjón Guðjónsson, betur þekktur sem Siffi G, hefur margt að segja um framvindu mála á einum mest notaða samfélagsmiðli landsmanna.Vísir/Garpur Þá byrjaði fólk að metast og pósta myndum af rassinum sínum. Einn póstaði myndbandi af sér að dilla sér. Og ég fann norðurevrópska kuldann fylla hjartað mitt þegar ég fylgdist með þessu.“ Tómas tók undir þetta: „Þetta er ofbeldi gagnvart mér þegar ég sé svona.“ Að mati Tómasar reyndist versta tíst ársins vera ummæli óþekkts ungs sjálfstæðismanns sem benti á að „einstaklingurinn“ væri í raun stærsti minnihlutahópurinn. Það er af mörgu að taka á Twitter árið 2022 og breytingarnar eru þær helstar að sögn þessara álitsgjafa, að þrótturinn er farinn úr slaufunartilburðum góða fólksins, eins og þeir eru kallaðir. Í þættinum er valinn nýliði ársins, besta tíst ársins og versta tíst ársins. Eins og Tómas segir réttilega er þetta ekki einfalt mál því að hvert tíst hefur margar hliðar: „Þetta getur verið það sama, besta og versta.“ Sjón er sögu ríkari, umfjöllunin hefst á fyrstu mínútu þáttarins og þar eru tíst ársins hvort sem eru verstu eða bestu sýnd í nánast allri sinni dýrð. Farið var yfir árið í sérstökum uppgjörsþætti Íslands í dag. Gestir voru Sigurjón Guðjónsson og Tómas Steindórsson.Vísir/Garpur
Samfélagsmiðlar Twitter Ísland í dag Tengdar fréttir Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12 Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Musk segist ætla í stríð við Apple Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, bölsótaðist út í tæknirisann Apple og sakaði fyrirtækið óbeint um að hata tjáningarfrelsi í gær. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Musk er Apple að íhuga að henda Twitter út úr snjallforritaverslun sinni. 29. nóvember 2022 09:12
Trump mættur aftur á Twitter Búið er að opna aftur fyrir Twitter-reikning Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Elon Musk, forstjóri Twitter, tilkynnti í nótt um að aðgangurinn yrði opnaður aftur eftir skoðanakönnun sem yfir fimmtán milljón notendur tóku þátt í. 20. nóvember 2022 02:28