„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2022 19:23 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann skrifaði undir kjarasamning við SA í gær en lét sig svo hverfa án þess að taka þátt í hópmynd eða ræða við fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðstæður til samninga hafa verið bæði erfiðar og sérstakar. Lengra hafi ekki verið komist í viðræðunum og því hafi verið eining um það innan stjórnar VR að undirrita kjarasamning og leggja í dóm félagsmanna. „Ég mun ekki mæla gegn þeim og ég mun heldur ekkert mæla sérstaklega með þeim. Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst strax á morgun og stendur í viku. „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur. Ég hef trú á því að hann verði samþykktur. Þetta er skammtímasamningur og hann er mjög stuttur og launahækkanirnar koma strax og þær skipta fólkið okkar máli. Ég held að fólkið sé almennt ekki tilbúið að fara í átök fyrir skammtímasamning. Ég held að það myndi þá bara þýða það ef að samningurinn verður felldur að þá verði farið í að ræða langtímasamning strax.“ Í nýja kjarasamningnum er tímasett viðræðuáætlun fyrir næsta samning og hefst vinna við hann á nýju ári. Ragnar segir verkalýðshreyfinguna nú þurfa að setjast niður til að fara yfir málin. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki“ „Við þurfum að líta inn á við og við þurfum að setjast niður og sjá hvað við getum gert til þess að þétta raðirnar. Þannig að við getum myndað þá nægilegan þrýsting til þess að fá einhverjar raunverulegar kerfisbreytingar inn í okkar samfélag.“ Kjarasamningar hafa nú náðst fyrir stærstan hluta launafólks á almenna vinnumarkaðnum en stéttarfélagið Efling er enn með lausa samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist ekki geta sætt sig við samninga líkt þá sem tókust í gær. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki. Þarna er náttúrulega verið að semja um prósentuhækkanir. Niðurstaðan þarna er að sú sem hafa lægstu launin fá minnst. Þau sem hafa hæstu launin fá mest. Þarna er náttúrlega líka verið að nota þetta módel sem að unnið var með þegar að Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins undirrituðu sinn samning. Það hefur auðvitað komið fram í máli Halldórs Benjamíns að þetta eigi svona yfir alla að ganga. Þetta dugar ekki okkar fólki. Við eigum væntanlega einhverja baráttu fram undan til þess að ná ásættanlegum árangri fyrir okkur.“ Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Skrifað var í gær undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðstæður til samninga hafa verið bæði erfiðar og sérstakar. Lengra hafi ekki verið komist í viðræðunum og því hafi verið eining um það innan stjórnar VR að undirrita kjarasamning og leggja í dóm félagsmanna. „Ég mun ekki mæla gegn þeim og ég mun heldur ekkert mæla sérstaklega með þeim. Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst strax á morgun og stendur í viku. „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur. Ég hef trú á því að hann verði samþykktur. Þetta er skammtímasamningur og hann er mjög stuttur og launahækkanirnar koma strax og þær skipta fólkið okkar máli. Ég held að fólkið sé almennt ekki tilbúið að fara í átök fyrir skammtímasamning. Ég held að það myndi þá bara þýða það ef að samningurinn verður felldur að þá verði farið í að ræða langtímasamning strax.“ Í nýja kjarasamningnum er tímasett viðræðuáætlun fyrir næsta samning og hefst vinna við hann á nýju ári. Ragnar segir verkalýðshreyfinguna nú þurfa að setjast niður til að fara yfir málin. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki“ „Við þurfum að líta inn á við og við þurfum að setjast niður og sjá hvað við getum gert til þess að þétta raðirnar. Þannig að við getum myndað þá nægilegan þrýsting til þess að fá einhverjar raunverulegar kerfisbreytingar inn í okkar samfélag.“ Kjarasamningar hafa nú náðst fyrir stærstan hluta launafólks á almenna vinnumarkaðnum en stéttarfélagið Efling er enn með lausa samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist ekki geta sætt sig við samninga líkt þá sem tókust í gær. „Okkur hugnast þessi niðurstaða ekki. Þarna er náttúrulega verið að semja um prósentuhækkanir. Niðurstaðan þarna er að sú sem hafa lægstu launin fá minnst. Þau sem hafa hæstu launin fá mest. Þarna er náttúrlega líka verið að nota þetta módel sem að unnið var með þegar að Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins undirrituðu sinn samning. Það hefur auðvitað komið fram í máli Halldórs Benjamíns að þetta eigi svona yfir alla að ganga. Þetta dugar ekki okkar fólki. Við eigum væntanlega einhverja baráttu fram undan til þess að ná ásættanlegum árangri fyrir okkur.“
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47
Hafði ekki geð í sér til að láta mynda sig með fulltrúum SA Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki hafa haft geð í sér til þess að láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins eftir að skrifað var undir kjarasamning í gær vegna framgöngu þeirra. Hann telur að rétt hafi verið að skrifa undir samninginn. 13. desember 2022 09:08
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01