Frétti frá dönskum blaðamönnum eftir sigur að liðið hans væri farið á hausinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2022 10:01 Arnór Atlason í hinum alræmda ermalausa búningi AG Kaupmannahafnar. getty/Jan Christensen Danskir fréttamenn reyndust boðberar válegra tíðinda fyrir Arnór Atlason eftir góðan sigur Íslands á Túnis á Ólympíuleikunum í London 2012. Þeir tilkynntu honum nefnilega að lið hans, AG Kaupmannahöfn, væri farið á hausinn. Arnór var gestur fjórða þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Í fjórða þættinum var fjallað um jafntefli Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni, 32-32. Þeir Stefán Árni og Arnór fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um tímann hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn sem Arnór lék með á árunum 2010-12. AG vann dönsku deildina bæði tímabil Arnórs hjá því og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2012. Skömmu síðar varð AG svo gjaldþrota. „Það var rosalega erfitt. Þarna um vorið skrifaði ég undir þriggja ára framlengingu á samningi við AG. Svo erum við á Ólympíuleikunum í London og spilum aftur morgunleik gegn Túnis. Þetta var 1. ágúst 2012. Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Arnór. „Það komu einhverjar fréttir um að framkvæmdastjórinn okkar hefði hætt í lok júlí og við Snorri [Steinn Guðjónsson] hugsuðum hvort eitthvað væri að gerast. Við fengum alltaf sms þegar launin okkar komu. Þau komu inn um mánaðarmótin og ég hugsaði að við værum á lífi.“ En annað kom á daginn og Arnór frétti af gjaldþroti AG á nokkuð óvenjulegan hátt. „Við fórum í morgunleik 1. ágúst, unnum og eftir leikinn mættu fréttamenn og sögðu jæja Arnór, hvernig líst þér á fréttirnar? Hvaða fréttir? spurði ég. AG er farið á hausinn. Það var risa sjokk, ég viðurkenni það alveg og átti nokkra erfiða daga í London með að meðtaka,“ sagði Arnór. Hann og kona hans voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, fyrsta barn þeirra á leið í 1. bekk og annað á leiðinni. „Þetta var rosa erfitt og eins og fyrir konurnar okkar. Meðan þær horfðu á leikinn í Danmörku kom allt í einu gulur borði á skjáinn að AG Kaupmannahöfn væri farið á hausinn. Þetta voru ansi erfiðir dagar og sem betur fer náðum við að einbeita okkur að leikunum,“ sagði Arnór sem gekk í raðir Flensburg eftir Ólympíuleikana í London. Hlusta má á fjórða þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski handboltinn Stórasta landið Tengdar fréttir Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Arnór var gestur fjórða þáttar Stórasta landsins, hlaðvarpsþáttaraðar Stefáns Árna Pálssonar um framgöngu íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Í fjórða þættinum var fjallað um jafntefli Íslands og Danmerkur í riðlakeppninni, 32-32. Þeir Stefán Árni og Arnór fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um tímann hjá danska ofurliðinu AG Kaupmannahöfn sem Arnór lék með á árunum 2010-12. AG vann dönsku deildina bæði tímabil Arnórs hjá því og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2012. Skömmu síðar varð AG svo gjaldþrota. „Það var rosalega erfitt. Þarna um vorið skrifaði ég undir þriggja ára framlengingu á samningi við AG. Svo erum við á Ólympíuleikunum í London og spilum aftur morgunleik gegn Túnis. Þetta var 1. ágúst 2012. Ég man mjög vel eftir þessu,“ sagði Arnór. „Það komu einhverjar fréttir um að framkvæmdastjórinn okkar hefði hætt í lok júlí og við Snorri [Steinn Guðjónsson] hugsuðum hvort eitthvað væri að gerast. Við fengum alltaf sms þegar launin okkar komu. Þau komu inn um mánaðarmótin og ég hugsaði að við værum á lífi.“ En annað kom á daginn og Arnór frétti af gjaldþroti AG á nokkuð óvenjulegan hátt. „Við fórum í morgunleik 1. ágúst, unnum og eftir leikinn mættu fréttamenn og sögðu jæja Arnór, hvernig líst þér á fréttirnar? Hvaða fréttir? spurði ég. AG er farið á hausinn. Það var risa sjokk, ég viðurkenni það alveg og átti nokkra erfiða daga í London með að meðtaka,“ sagði Arnór. Hann og kona hans voru búin að koma sér vel fyrir í Kaupmannahöfn, fyrsta barn þeirra á leið í 1. bekk og annað á leiðinni. „Þetta var rosa erfitt og eins og fyrir konurnar okkar. Meðan þær horfðu á leikinn í Danmörku kom allt í einu gulur borði á skjáinn að AG Kaupmannahöfn væri farið á hausinn. Þetta voru ansi erfiðir dagar og sem betur fer náðum við að einbeita okkur að leikunum,“ sagði Arnór sem gekk í raðir Flensburg eftir Ólympíuleikana í London. Hlusta má á fjórða þátt Stórasta landsins í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski handboltinn Stórasta landið Tengdar fréttir Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00 Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01 Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01 Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01 Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Voru herbergisfélagar í tuttugu ár: „Eigum alveg ofboðslega sterkt og fallegt samband“ Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason urðu samferða í gegnum handboltaferilinn og vinátta þeirra er einstök. 10. desember 2022 09:00
Lemstraður eftir ferilinn og þarf að fara í mjaðmaskipti Ásgeir Örn Hallgrímsson er allur lurkum laminn eftir handboltaferilinn. Hans bíða mjaðmaskipti á næsta ári. 9. desember 2022 09:01
Mestu mistökin að hringja sig aldrei inn meiddan Róbert Gunnarsson segir mestu mistökin á ferlinum að hafa ekki hlustað betur á líkamann og tekið sér hlé þegar hann var meiddur. 4. desember 2022 09:01
Var félagslaus þegar hann fylgdi konunni út en varð svo markakóngur í Danmörku Róbert Gunnarsson segir það hálfgerða tilviljun að hann varð atvinnumaður í handbolta og spilaði með ofurstjörnum á borð við Mikkel Hansen og Nikola Karabatic. 2. desember 2022 09:01
Stórasta landið: Mikilvægasta skotið sem Björgvin hefur varið Björgvin Páll Gústavsson segir að fyrsta skotið sem hann varði í leiknum gegn Rússlandi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sé mikilvægasta skotið sem hann hefur varið á ferlinum. 24. nóvember 2022 09:00