Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 13:49 Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í haust. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“ Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Í gær kynntu þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga. Í pakkanum er að finna kerfisbreytingar á barnabótakerfinu sem verður einfaldað til muna. Kerfið mun ná til fleiri fjölskyldna og verða greiddar út fyrr en verið hefur. Þá munu húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem skerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. Stjórnvöld segjast ætla að leggja áherslu á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu. Nánar er hægt að lesa um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hér. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist í hádegisfréttum Bylgjunnra fagna því að ríkisstjórnin hafi tekið mið af hluta af þeim tillögum sem hennar flokkur lagði fram í síðustu viku. „Ég vil hins vegar gera athugasemdir við að það er ennþá niðurskurður í nýjum fjárheimildum til þess að byggja óhagnaðardrifið húsnæði og það skortir líka þá leigubremsu sem við höfum talað fyrir og töluðum meðal annars fyrir í kjarapakkanum okkar sem kemur í veg fyrir að hækkun þessara bóta fari að öllu leyti bara áfram til leigusala,“ útskýrir Kristrún. Mikil umræða hefur skapast á undanförnum vikum um þrönga stöðu leigjenda og kallaði verkalýðshreyfingin eftir leigubremsu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á kynningarfundinum í gær að hreyfingin fengi aðild að starfshópi um stöðu leigjenda og húsnæðismarkaðinn. Fjármálaráðherra sagði í gær að heildarfjárhæð barnabóta verði fimm milljörðum hærri en í núverandi kerfi með breytingunum. Kristrún segir þetta algert lágmarksviðbragð við slæmri stöðu í velferðarmálum. „Staðreyndin er auðvitað sú að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að barnabótum og þar er horft á þær sem eðlilegar greiðslur handa fólki sem er með börn á framfæri. Í dag er þetta svona hálfpartinn fátæktarstyrkur þannig að við fögnum auðvitað því að það eigi að taka skref í rétta átt hvað þetta varðar.“ Samfylkingin fagni öllum áfangasigrum. „En það breytir því ekki að núna er ríkisstjórnin auðvitað að stíga inn í neyð sem hún hefur sjálf skapað og við hefðum vilja sjá þessi úrræði koma upphaflega inn í fjármálaáætlun í vor, fjárlög í haust en í staðinn erum við í þessum leiðréttingum rétt fyrir jól og rétt fyrir kjarasamninga. Auðvitað er gott að redda sér fyrir horn þegar þessi staða er komin upp en svona er auðvitað ekki hægt að stjórna landinu til langs tíma, við verðum að vera með einhverja langtímastefnumótun.“
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Hvar er kjarapakkinn, Katrín? Við sem viljum stjórna í þágu almennings gerum kröfu um framfarir. Í staðinn verðum við vitni að stjórnarháttum sem festa kerfin okkar enn frekar í hjólförunum. Stjórnarháttum sem fela í sér að neyð er sköpuð til þess eins að valdhafar geti hlaupið inn líkt og bjargvættir rétt fyrir jól til að stoppa í götin. Með þessum stjórnarháttum komumst við einfaldlega ekkert áfram. 12. desember 2022 11:31
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda