Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk og að menn hafi þar samið af sér.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir útspil ríkisstjórnarinnar í kjaramálunum í gær og segir formaður Samfylkingarinnar að um lágmarksviðbragð sé að ræða og þingmaður flokks fólksins talar um plástur á svöðusár.
Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma.