„Fjölbreytnin í lögunum var ótrúleg," segir Ómar Úlfur dagskrárstjóri X-977 en yfir 150 lög bárust í Sykurmolann, lagakeppni X-977 sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Frestur til að senda inn lag rann út 1. desember og hefur dómnefnd X-977 nú farið yfir öll lögin og valið átta atriði til úrslita.
„Þessi átta lög fara í spilun á X-977 út janúar mánuð og þá veljum við sigurvegara Sykurmolans 2022. Samhliða þessu mun Danni Dæmalausi útvarpsmaður á X-977 hitta allt listafólkið og leyfa okkur að kynnast því með myndbandsinnslögum á Vísi. Eitt er víst, að framtíðin er björt í íslenskri tónlist," segir Ómar Úlfur.
Lögin sem komust í úrslit eru:
- Karma Brigade – Alive
- Winter Leaves – Feel
- Bucking Fastards – Don Coyote
- Beef – Góði hirðirinn
- Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
- Auður Linda – I´m Not The One
- Merkúr – Faster Burns The Fuse
- Sóðaskapur – Mamma ver
Veitt verða verðlaun bæði í karla- og kvennaflokki. Verðlaunin eru ekki af verri endandum 250.000kr í hvorum flokki.