„Mér finnst það léleg afsökun“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 14:01 Snorri Steinn segir Valsmenn ekki geta falið sig á bakvið álag. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun. Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira