Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 14:01 Hópurinn sem staðið hefur í ströngu að undanförnu. Á myndina vantar Ragnar Þór Ingófsson, formann VR, sem komst ekki í myndatökuna. Hópmyndin var tekin stuttu eftir að samningarnir voru undirritaðir. Vísir/Vilhelm Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira