Við fjöllum um þessi tíðindi í hádegisfréttum en undanfarið hafa fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, VR, LÍV og samflots iðnaðar- og tæknifólks setið á maraþonfundum í karphúsinu með það að markmiði að klára samning til skamms tíma.
Þá fjöllum við um mál sjómanns hjá Brim sem gagnrýndi fyrirtækið í gær. Í yfirlýsingu frá Brim er málið harmað en forsvarsmenn félagsins vilja þó ekki tjá sig nánar um málið.
Kuldakastið á landinu verður einnig til umfjöllunar en spár gera ráð fyrir enn harðari frosthörkum næstu daga.