„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. desember 2022 23:50 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, segir það hafa verið klaufaskap að taka ekki bæði stigin í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik. Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum. Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Afturelding hóf leikinn betur í kvöld en Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í síðari hluta fyrri hálfleiks og héldu henni megnið af þeim síðari. „Það kom þarna smá kafli í fyrri hálfleik þar sem við fórum út af okkar plani og vorum að gera tæknifeila sem við erum ekki vanir og ekki búnir að vera gera í vetur, óþarfa panic sóknarlega. Þeir auðvitað, Valsmenn, það er ekki hægt að bjóða þeim upp á þetta. Svo náum við aðeins að laga það og heilt yfir frábær frammistaða hjá mínum drengjum og auðvitað drullu svekktur að taka ekki bæði stigin,“ sagði Gunnar. Heimamenn náðu góðu áhlaupi síðari hluta seinni hálfleiks, eftir að Valsmenn hefðu leitt með fimm mörkum, og voru í forystu þegar skammt var eftir. „Við héldum bara okkar skipulagi. Við vissum að það kæmi áhlaup hjá Valsmönnum og vissum líka að þeirra saga síðasta korterið er að gefa aðeins eftir og það var raunin. Við vorum komnir með tvö mörk svo erum við rosalegir klaufar hér í yfirtölu og klúðrum víti og svo bara hvernig við töpum boltanum þarna á miðjunni. Það er auðvitað eitthvað sem við eigum ekki að gera. Við erum sjálfum okkur verstir í þessum mómentum. Við höfðum öll tök á að ná sigrinum,“ sagði Gunnar. Lykilaugnablik leiksins kom á lokamínútum leiksins þegar Gunnar Magnússon ætlaði að taka leikhlé og hans menn einu marki yfir. Í þá mund sem hann ætlar að taka leikhléið stela Valsmenn boltanum og kjölfarið varð mikil rekistefna á ritaraborðinu sem endaði með að leikhléið var dæmt ógilt og Valur fékk víti sem þeir skoruðu úr. „Við þurfum að fjárfesta í hnappi. Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig, það er bara ljóst. Þá hefði ég bara náð leikhléinu. Við erum með boltann og ég legg spjaldið niður og bið um leikhlé. Það tekur einhverjar tvær sekúndur að fá leikhléið sem er ekkert óeðlilegur tími, það tekur alltaf tvær sekúndur að fá leikhléið hér á Íslandi, ef þú ert ekki með hnappinn. Á þessum tveimur sekúndum þá stela þeir boltanum og komnir þá í gegn. Ég sá það ekki því ég var að biðja um leikhlé. Þá skilst mér samkvæmt þeim [starfsmönnum ritaraborðsins og dómurum leiksins] samkvæmt reglum þá gildir leikhléið bara þegar er flautað og hún var ekki komin, væntanlega. Óheppinn ég og við, og klaufar að henda boltanum á þessum tveimur sekúndum. Þetta er svekkjandi. Ég skora á mína menn að kaupa þennan hnapp, þá verður þetta ekkert vandamál,“ sagði Gunnar. „Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Valur Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH. 9. desember 2022 22:51