Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2022 21:06 Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina vegna skorts á heitu vatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út . Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn. Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það var aðfaranótt 8. desember, sem eldurinn kom upp í rafmagnsskápi í einni af borholum Selfossveitna í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss. Við það datt holan út úr kerfinu. Til að spara heita vatnið var strax gripið til þess ráðs í gær að loka Sundhöll Selfoss til að spara heita vatnið og var viðbragðsáætlun Selfossveitna í kjölfarið virkjuð. „En á meðan þetta gengur yfir þá náttúrulega þurfum við að skerða þjónustuna og þar að meðal þurfti að loka sundlauginni hérna,“ segir Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum. En þarf að loka á einhverjum fleiri stöðum? „Vonandi ekki, vonandi er þetta nóg og við erum bara stöðugt að meta stöðuna en eins og ég segi, við erum enn þá að reyna að koma þessari holu inn,“ segir Sigurður Þór. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fastagestir sundlaugarinnar eru að sjálfsögðu súrir með lokun laugarinnar, það hefur forstöðumaður laugarinnar orðið var við. „Þeir eru kannski pínu súrir að komast ekki í heita pottinn og að synda en fólk er að sýna þessu góðan skilning og allir að róa í sömu átt að þetta gangi vel,“ segir Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ákveðið hefur verið að Sundhöll Selfoss verði lokuð um helgina en staðan verður tekin á málinu á ný á mánudaginn.
Árborg Sundlaugar Orkumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira