Sigmundur Davíð sakar Ásmund Einar um óábyrga yfirlýsingagleði Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2022 14:53 Sigmundur Einar varar við því að menn dæmi of fljótt í kynferðisbrotamálum, en á honum er að skilja að nákvæmlega það hafi Ásmundur Einar Daðason gert sig sekan um. vísir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir yfirlýsingagleði Ásmundar Einars Daðasonar í kynferðisbrotamálum afar hæpna. Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“ Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sigmundur Davíð fór í pontu Alþingis nú síðdegis í dagskrárliðnum Störf þingsins og gerði að umfjöllunarefni yfirlýsingu sem Menntaskólinn í Hamrahlíð sendi frá sér í dag. Þar er sagt af niðurstöðu ráðgjafahóps mennta- og barnamálaráðuneytisins sem skólinn kallaði til vegna máls sem reis í haust í kjölfar þess að rituð voru með varalit á spegla skólans nöfn drengja og mátti af samhenginu ráða að þar færu nauðgarar. Af tilkynningu skólans má það ráða að þar hafi verið nafngreindir drengir sem voru saklausir af því athæfi sem þeir voru þó sakaðir um. Þeir sögðust hafa mátt sæta eineltis og útskúfun í kjölfar þessa. Sigmundur Davíð rifjaði upp málsatvik í ræðu sinni: „Ekki alls fyrir löngu voru allmargir drengir í Menntaskólanum í Hamrahlíð sakaðir um kynferðislega áreitni eða kynferðislegt ofbeldi. Ráðherra blandaði sér í málið með yfirlýsingum, skólastjórnendur voru gagnrýndir mjög harkalega fyrir að vera ekki nógu yfirlýsingaglaðir,“ sagði Sigmundur Davíð. En hann er þar að vísa til orða Ásmundar Einars sem féllu í kjölfar mikilla mótmæla við Menntaskólann í Hamrahlíð til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis. „Við viljum gera betur en ég vil líka segja að við biðjumst afsökunar á því að hafa ekki verið að hlusta í öll þessi ár,“ sagði Ásmundur þá. Sigmundur Davíð hljóp yfir það að nú hafi ráðgjafahópur farið yfir málin og komist að því „að í minnsta kosti einhverjum tilvikum, hafi drengir verið ranglega verið sakaðir um þessa háttsemi. Með hreinum uppspuna. Þetta er auðvitað hræðilegt fyrir þá sem í því lentu en þetta er líka hræðilegt fyrir raunveruleg fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis í þessum skóla og annars staðar.“ Sigmundur Davíð sagði mál þetta áminning um mikilvægi þess að dæma ekki of snemma í svona málum heldur rannsaka þau og komast að því hvað er rétt og hvað ekki. „Við stjórnmálamenn ættum að hafa þetta í huga, að dæma ekki of snemma. Það getur hvort tveggja haft skelfilegar afleiðingar fyrir þá sem eru ranglega sakaðir um eitthvað en einnig fyrir raunveruleg fórnarlömb sem lenda í því að vera þá síður trúað. Þetta er gömul og gild regla sem við ættum að hafa í heiðri, stjórnmálamenn og aðrir, að dæma ekki of snemma.“
Framhaldsskólar Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira