„Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 12:31 Hafdís Renötudóttir fagnar einu af þremur vítaköstum sem hún varði í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir átti mjög góðan leik í markinu þegar Framkonur urðu fyrstar til að taka stig af Valsliðinu í Olís deild kvenna í vetur. Hún vildi samt meira út úr leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu við Hafdísi í Seinni bylgjunni eftir leikinn. „Maður leiksins er að okkar mati Hafdís. Frábær leikur hjá þér en eftir á að hyggja ótrúlega svekkjandi hvernig fór að lokum,“ sagði Svava Kristín. „Já algjörlega. Ég fer ekki sátt heim með þetta eina stig. Ég er ógeðslega svekkt yfir þessu,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís var eiginlega búin að loka á Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í vítunum í leiknum en Þórey Anna náði að skora úr vítinu í blálokin og tryggja Valskonum stigið. „Ég hélt hún ætlaði að plata mig og taka í sama horn og hún tók í hundrað skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hafdís. „Við töluðum um það í settinu fyrir þennan leik að þú værir bara að fara að eiga góðan leik því það er eitthvað þegar þú mætir Val. Þú ert eins og nautin og sérð bara rautt og ferð í einhvern ham,“ sagði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan ræddi við Hafdísi: Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val „Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val annars er ég heilt yfir sátt með mína frammistöðu í dag,“ sagði Hafdís. Framarar eru Íslandsmeistarar en það hefur gengið brösuglega í byrjun tímabilsins. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni vildi fá að vita stöðuna á Framliðinu og hvort þær væru að finna taktinn. „Við erum búnar að æfa vel og spila með það sem við höfum. Við erum með gríðarlega breytt lið og þurfum að æfa okkur til að geta spilað saman sem lið,“ sagði Hafdís. „Við áttum að taka tvö stig í dag og bara lélegt hjá okkur að taka bara eitt stig. Ég er sátt með stelpurnar en ekki með úrslitin. Mér finnst vera stígandi í liðinu og við erum búnar að vera nálægt stigunum í hinum leikjunum,“ sagði Hafdís. „Thea [Imani Sturludóttir] raðar inn mörkum í öllum leikjum í vetur og ef við horfum á úrslitakeppnina í fyrra líka. Þú rúllar henni upp leik eftir leik. Er þetta andlegt eða hvað,“ spurði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég er vanalega með hana í þessum leikjum eins og á þessu tímabili og því síðasta. Sérstaklega í úrslitakeppninni. Ég held að þetta sé bara andlegt. Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik en ég held að þetta sé svolítið það,“ sagði Hafdís. Thea var aðeins með tvö mörk úr níu skotum í leiknum. „Þetta er algjörlega ég að gera mína heimavinnu. Ég vinn gríðarlega mikið fyrir hvern einasta leik. Ég algjörlega vinn mína heimavinnu og þannig er ég að vinna hana í þessum leikjum,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu við Hafdísi í Seinni bylgjunni eftir leikinn. „Maður leiksins er að okkar mati Hafdís. Frábær leikur hjá þér en eftir á að hyggja ótrúlega svekkjandi hvernig fór að lokum,“ sagði Svava Kristín. „Já algjörlega. Ég fer ekki sátt heim með þetta eina stig. Ég er ógeðslega svekkt yfir þessu,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís var eiginlega búin að loka á Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í vítunum í leiknum en Þórey Anna náði að skora úr vítinu í blálokin og tryggja Valskonum stigið. „Ég hélt hún ætlaði að plata mig og taka í sama horn og hún tók í hundrað skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hafdís. „Við töluðum um það í settinu fyrir þennan leik að þú værir bara að fara að eiga góðan leik því það er eitthvað þegar þú mætir Val. Þú ert eins og nautin og sérð bara rautt og ferð í einhvern ham,“ sagði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan ræddi við Hafdísi: Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val „Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val annars er ég heilt yfir sátt með mína frammistöðu í dag,“ sagði Hafdís. Framarar eru Íslandsmeistarar en það hefur gengið brösuglega í byrjun tímabilsins. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni vildi fá að vita stöðuna á Framliðinu og hvort þær væru að finna taktinn. „Við erum búnar að æfa vel og spila með það sem við höfum. Við erum með gríðarlega breytt lið og þurfum að æfa okkur til að geta spilað saman sem lið,“ sagði Hafdís. „Við áttum að taka tvö stig í dag og bara lélegt hjá okkur að taka bara eitt stig. Ég er sátt með stelpurnar en ekki með úrslitin. Mér finnst vera stígandi í liðinu og við erum búnar að vera nálægt stigunum í hinum leikjunum,“ sagði Hafdís. „Thea [Imani Sturludóttir] raðar inn mörkum í öllum leikjum í vetur og ef við horfum á úrslitakeppnina í fyrra líka. Þú rúllar henni upp leik eftir leik. Er þetta andlegt eða hvað,“ spurði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég er vanalega með hana í þessum leikjum eins og á þessu tímabili og því síðasta. Sérstaklega í úrslitakeppninni. Ég held að þetta sé bara andlegt. Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik en ég held að þetta sé svolítið það,“ sagði Hafdís. Thea var aðeins með tvö mörk úr níu skotum í leiknum. „Þetta er algjörlega ég að gera mína heimavinnu. Ég vinn gríðarlega mikið fyrir hvern einasta leik. Ég algjörlega vinn mína heimavinnu og þannig er ég að vinna hana í þessum leikjum,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira