„Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 12:31 Hafdís Renötudóttir fagnar einu af þremur vítaköstum sem hún varði í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Hafdís Renötudóttir átti mjög góðan leik í markinu þegar Framkonur urðu fyrstar til að taka stig af Valsliðinu í Olís deild kvenna í vetur. Hún vildi samt meira út úr leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu við Hafdísi í Seinni bylgjunni eftir leikinn. „Maður leiksins er að okkar mati Hafdís. Frábær leikur hjá þér en eftir á að hyggja ótrúlega svekkjandi hvernig fór að lokum,“ sagði Svava Kristín. „Já algjörlega. Ég fer ekki sátt heim með þetta eina stig. Ég er ógeðslega svekkt yfir þessu,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís var eiginlega búin að loka á Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í vítunum í leiknum en Þórey Anna náði að skora úr vítinu í blálokin og tryggja Valskonum stigið. „Ég hélt hún ætlaði að plata mig og taka í sama horn og hún tók í hundrað skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hafdís. „Við töluðum um það í settinu fyrir þennan leik að þú værir bara að fara að eiga góðan leik því það er eitthvað þegar þú mætir Val. Þú ert eins og nautin og sérð bara rautt og ferð í einhvern ham,“ sagði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan ræddi við Hafdísi: Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val „Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val annars er ég heilt yfir sátt með mína frammistöðu í dag,“ sagði Hafdís. Framarar eru Íslandsmeistarar en það hefur gengið brösuglega í byrjun tímabilsins. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni vildi fá að vita stöðuna á Framliðinu og hvort þær væru að finna taktinn. „Við erum búnar að æfa vel og spila með það sem við höfum. Við erum með gríðarlega breytt lið og þurfum að æfa okkur til að geta spilað saman sem lið,“ sagði Hafdís. „Við áttum að taka tvö stig í dag og bara lélegt hjá okkur að taka bara eitt stig. Ég er sátt með stelpurnar en ekki með úrslitin. Mér finnst vera stígandi í liðinu og við erum búnar að vera nálægt stigunum í hinum leikjunum,“ sagði Hafdís. „Thea [Imani Sturludóttir] raðar inn mörkum í öllum leikjum í vetur og ef við horfum á úrslitakeppnina í fyrra líka. Þú rúllar henni upp leik eftir leik. Er þetta andlegt eða hvað,“ spurði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég er vanalega með hana í þessum leikjum eins og á þessu tímabili og því síðasta. Sérstaklega í úrslitakeppninni. Ég held að þetta sé bara andlegt. Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik en ég held að þetta sé svolítið það,“ sagði Hafdís. Thea var aðeins með tvö mörk úr níu skotum í leiknum. „Þetta er algjörlega ég að gera mína heimavinnu. Ég vinn gríðarlega mikið fyrir hvern einasta leik. Ég algjörlega vinn mína heimavinnu og þannig er ég að vinna hana í þessum leikjum,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu við Hafdísi í Seinni bylgjunni eftir leikinn. „Maður leiksins er að okkar mati Hafdís. Frábær leikur hjá þér en eftir á að hyggja ótrúlega svekkjandi hvernig fór að lokum,“ sagði Svava Kristín. „Já algjörlega. Ég fer ekki sátt heim með þetta eina stig. Ég er ógeðslega svekkt yfir þessu,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís var eiginlega búin að loka á Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í vítunum í leiknum en Þórey Anna náði að skora úr vítinu í blálokin og tryggja Valskonum stigið. „Ég hélt hún ætlaði að plata mig og taka í sama horn og hún tók í hundrað skipti í fyrri hálfleiknum,“ sagði Hafdís. „Við töluðum um það í settinu fyrir þennan leik að þú værir bara að fara að eiga góðan leik því það er eitthvað þegar þú mætir Val. Þú ert eins og nautin og sérð bara rautt og ferð í einhvern ham,“ sagði Svava Kristín. Klippa: Seinni bylgjan ræddi við Hafdísi: Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val „Ég spila líka vanalega vel í öðrum leikjum ekki bara á móti Val annars er ég heilt yfir sátt með mína frammistöðu í dag,“ sagði Hafdís. Framarar eru Íslandsmeistarar en það hefur gengið brösuglega í byrjun tímabilsins. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni vildi fá að vita stöðuna á Framliðinu og hvort þær væru að finna taktinn. „Við erum búnar að æfa vel og spila með það sem við höfum. Við erum með gríðarlega breytt lið og þurfum að æfa okkur til að geta spilað saman sem lið,“ sagði Hafdís. „Við áttum að taka tvö stig í dag og bara lélegt hjá okkur að taka bara eitt stig. Ég er sátt með stelpurnar en ekki með úrslitin. Mér finnst vera stígandi í liðinu og við erum búnar að vera nálægt stigunum í hinum leikjunum,“ sagði Hafdís. „Thea [Imani Sturludóttir] raðar inn mörkum í öllum leikjum í vetur og ef við horfum á úrslitakeppnina í fyrra líka. Þú rúllar henni upp leik eftir leik. Er þetta andlegt eða hvað,“ spurði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég er vanalega með hana í þessum leikjum eins og á þessu tímabili og því síðasta. Sérstaklega í úrslitakeppninni. Ég held að þetta sé bara andlegt. Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik en ég held að þetta sé svolítið það,“ sagði Hafdís. Thea var aðeins með tvö mörk úr níu skotum í leiknum. „Þetta er algjörlega ég að gera mína heimavinnu. Ég vinn gríðarlega mikið fyrir hvern einasta leik. Ég algjörlega vinn mína heimavinnu og þannig er ég að vinna hana í þessum leikjum,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira