Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 23:01 Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um andlát verkamanns í Katar. Jan Kruger/Getty Images Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst. Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“ HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“
HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti