„Náttúran nýtur ekki vafans“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:19 Fiskeldi við Fáskrúðsfjörð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni. Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni.
Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira