Hrakfarir við Jökulsárlón: „Þetta var smá hasar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Betur fór en á horfðist að sögn Tómasar Tómas Ragnarsson „Hún gleymir þessu líklega seint. Menn geta nú ekki alltaf valið hvað minningar þeir taka með frá Íslandi,“ segir Tómas Ragnarsson, leiðsögumaður sem staddur var við Jökulsárlón á fjórða tímanum í dag þegar ferðamaður steypti bifreið niður brekku og beint út í lónið. Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tómas starfar sem leiðsögumaður hjá BusTravel Iceland og var staddur á svæðinu ásamt hópi ferðamanna fyrr í dag. Smellti hann meðfylgjandi ljósmyndum af atvikinu. „Ég var semsagt með hópnum mínum þarna megin og svo var ein sem gleymdi að mæta þannig að ég fór með restina af hópnum niður í Fellsfjöru og fór svo til baka til að leita að konunni. Það var þá sem ég sá þetta gerast,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Ragnarsson Hann segist hafa heyrt skarkala fyrir aftan sig og þegar hann sneri sér við sá hann ferðamanninn, unga stúlku, þar sem hún hékk hálf út úr bifreiðinni sem mallaði hægt og rólega í átt að lóninu. „Það sem ég held að hafi gerst er að hún hafi teygt sig inn í bílinn og ætlað að setja hann í gang en ekki áttað sig á að bílinn var í gír, og síðan hefur hún startað honum í gang. Bíllinn fer í gang og mallar áfram og hún hangir þarna einhvern veginn hálf í bílnum. Ég hendi frá mér símanum og hleyp af stað og er svona hálfnaður kominn að henni þegar hún nær að losa sig.“ Tómas segist þá hafa reynt að bjarga bílnum en það hafi ekki borið árangur. „Svo trítlaði bíllinn hægt og rólega út í vatn. Bílinn var sem sagt í gangi á meðan þetta gerðist. Ég fór út í bílinn og ætlaði að sjá hvort ég gæti bakkað honum út en gat það ekki þannig að ég drap bara á honum.“ Stúlkunni varð þó ekki meint af þessu óhappi. „Fólk var þarna farið að stumra yfir henni og það var í sjálfu sér lítið meira sem ég gat gert. Núna sit ég bara og horfi á skóna mína þorna hægt og rólega við miðstöðvarmótorinn.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira