FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns Valur Páll Eiríksson skrifar 8. desember 2022 07:30 Verkamenn í Katar hafa unnið við misgóðar aðstæður en skiptar skoðanir eru á fjölda andláta við uppbyggingu tengda mótinu. Francois Nel/Getty Images Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar. Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur. HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira
Breski miðillinn The Athletic greindi frá því í vikunni að verkamaður hefði látist meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Miðillinn hafði eftir þónokkrum heimildamönnum að Alex, filippeyskur verkamaður á fimmtugsaldri, hafi verið að sinna verki ásamt vinnufélaga sem var á lyftara þegar hann féll til jarðar, með höfuðið á undan sér á gangstétt. Það fall hafi dregið hann til dauða. Vitni að slysinu segja hinn látna ekki hafa verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdin var á vegum fyrirtækisins Salam Petroleum sem hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Þrjú dauðsföll eða þúsundir? Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sem sagði í yfirlýsingu í vikunni nýliðna riðlakeppni mótsins vera þá bestu í sögunni, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út. Nicholas McGeehan frá mannréttindasamtökunum FourSquare segir slíkar yfirlýsingar vera vísvitandi tilraun til að villa um fyrir fólki þar sem vellirnir séu aðeins örlítil prósenta af allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í kringum mótið frá árinu 2010. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að réttur fjöldi verði aldrei þekktur vegna þess að „yfirvöldum í Katar hafi mistekist að rannsaka dánarorsakir þúsunda farandverkamanna, sem margar hverjar eru raktar til „náttúrlegra orsaka“. Forráðamenn FIFA miður sín Alþjóðaknattspyrnusambandið staðfesti andlát verkamannsins þegar sambandið brást við með yfirlýsingu seint í gærkvöld. Sambandið hafi verið látið vita af slysi en ekki fengið nánari upplýsingar um atvikið. Það setji sig í samband við katörsk yfirvöld fyrir framhaldið. „FIFA er harmi slegið yfir þessum harmleik og hugsanir okkar og samúð er hjá fjölskyldu verkamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. „FIFA mun tjá sig frekar þegar viðeigandi ferlum í tengslum við fráfall starfsmannsins hefur verið lokið,“ segir þar enn fremur.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Sjá meira