Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2022 15:45 Thelma Björg Björnsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson með verðlaunagripina. vísir/vilhelm Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi, og Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona hjá ÍFR, eru Íþróttafólk ársins 2022 úr röðum fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt. Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt.
Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti