Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 07:01 Cristiano Ronaldo þurfti að bíta í það súra epli að byrja á varamannabekknum gegn Sviss í gær. getty/Justin Setterfield Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu. Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn. HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn.
HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira