Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 07:01 Cristiano Ronaldo þurfti að bíta í það súra epli að byrja á varamannabekknum gegn Sviss í gær. getty/Justin Setterfield Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu. Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn. HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn.
HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira