Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2022 07:01 Cristiano Ronaldo þurfti að bíta í það súra epli að byrja á varamannabekknum gegn Sviss í gær. getty/Justin Setterfield Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu. Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn. HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, skellti Ronaldo á bekkinn fyrir leikinn gegn Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í fyrradag. Sú ákvörðun margborgaði sig því Goncalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Ronaldo, skoraði þrennu í 6-1 sigri Portúgala. Fjölskylda Ronaldos stendur alltaf þétt við bakið á honum og var eins og við mátti búast ósátt við ákvörðun Santos. Systir hans, Katia Aveiro, birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði honum að koma aftur heim. „Ég vil virkilega að hann komi aftur heim og yfirgefi landsliðið til að hann geti setið við hliðina á mér og ég geti faðmað hann að mér, sannfært hann um að allt verði í lagi, minnt hann á hverju hann hefur áorkað og hvaðan hann kom,“ skrifaði Katia. „Ég vil ekki lengur að hann sé þarna. Við höfum þjáðst nóg og smámennin munu aldrei vita hversu stór þú ert. Komdu heim þar sem fólkið skilur þig, umvefur og sýnir þakklæti.“ Ronaldo kom inn á sem varamaður þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum í fyrradag. Þetta var 195. landsleikur hans. Í þeim hefur hann skorað 118 mörk sem er heimsmet. Portúgal mætir Marokkó í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins á laugardaginn.
HM 2022 í Katar Portúgal Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira