Þessi jól versta útgáfa hugsanleg fyrir launaþrælinn Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2022 12:55 Bragi Halldórsson teiknari er sérfróður í dagatölum. Hann segir að þessi útgáfa sé sú versta sem upp getur komið, einungis einn helgur dagur lendir á virkum degi sem þýðir fyrir launaþrælinn það að aðeins einn frídagur fellur til þessi jólin. Þessi jólahátíð er martröð fyrir launaþræla sé litið til frídaga sem ættu að fylgja þessari hátíð ljóss og friðar. Aðeins einn frídagur fellur til. Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það. Jól Vinnumarkaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Nú þegar eðlilegt fólk er farið að líta til jólaundirbúningsins, hér eru þeir ekki taldir til eðlilegs fólks sem er með allt tilbúið, sjá sér til skelfingar að þeir eru fáir frídagarnir sem falla til svo sinna megi hinu og þessu sem útaf stendur. Árið 2022 er að því leytinu til annus horriblis, aðeins er einn virkur dagur rauður á dagatalinu. Versta útgáfan sem getur komið upp Bragi Halldórsson teiknari er maður margra hæfileika. Hann er grúskari af guðs náð, hefur fengist við krossgátugerð auk þess sem hann hefur sett saman sérstakt dagatal sem tengja má við google-dagatalið sem er að finna í tölvum margra. Koma þar þá fram íslenskir hátíðisdagar. Bragi er sérfræðingur í dagatölum. Launaþrællinn á leiðinni í jólaköttinn, honum veitist í það minnsta ekki mikið svigrúm til að virða hann fyrir sér þar sem hann stillir sér upp í Austurstrætinu.vísir/vilhelm Bragi segir það vissulega svo að staðan hvað þetta varði árið 2022 sé ekkert gleðiefni fyrir launaþrælana. „Enda voru þetta kölluð „Atvinnurekendajól“ hér áður fyrr. Þegar jólin lenda á helgi verður bara til frídagur sem er 2. í jólum. Svo lenda Gamlárs- og Nýársdagur viku seinna svo það ber upp á helgi líka.“ En, þetta er alveg glatað? „Já, þetta er versta útgáfan sem getur komið upp, það að fólk fái bara einn frídag. Það getur ekki komið upp sú staða að fólk fái engan frídag um jól og áramót, þannig, já, þetta er versta mögulega útgáfan fyrir launafólk.“ Bragi útskýrir að á hverju ári færist fastir frídagar til um einn dag nema þegar er hlaupaár. „Á næsta ári er ekki hlaup ár svo Aðfangadagur lendir á sunnudegi, Jóladagur og 2. í jólum eru því 2 frídagar og Gamlársdagur er einnig á sunnudegi og þá Nýársdagur á mánudegi sem er þá frídagur, þrír frídagar samtals á næsta ári, 2023,“ segir Bragi hughreystandi. Fimm frídagar um jólin 2024 Sé litið lengra fram í tímann þá er 2024 hlaupaár og þá hoppar það ár fram um 2 daga og þá eru allir jóladagarnir á virkum dögum sem og Gamlárs- og Nýársddagur. „Þá verða samtals 5 frídagar sem er það mesta sem hægt er að fá. Þó ber að geta þess að í rauninni eru Aðfanga-og Gamlársdagur ekki frídagar nema til hálfs og fer það eftir vinnustaðasamningum hvernig því er háttað en atvinnurekendum er leyfilegt að ætlast til þess að fólk vinni minnst til hádegis og mest til 4,“ segir Bragi til að slá á fögnuðinn. Ekki er algert frí fyrr en klukkan sex. Svo í rauninni, ef atvinnurekendur notfæra sér þessi ákvæði í vinnulöggjöfinni þá eru jól og áramót í reynd aðeins 4 heilir dagar, að sögn Braga. Jóladagur, 2. í jólum og Nýjársdagur eru heilir frídagar og svo Aðfanga-og Gamlársdagur hálfir hvor fyrir sig, samtals fjórir. „Þetta nýta sér til dæmis matvörustórmarkaðir einna helst og eru með opið til minnst 2 en flestir 4 á Aðfanga-og Gamlársdag.“ Og þá vitum við það.
Jól Vinnumarkaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira