Jarðvegsbaktería líklega valdið hópsýkingu í hestunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2022 13:29 Hrossin á myndinni tengjast ekki umfjöllunarefni fréttarinnar. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að jarðvegsbaktería hafi valdið hópsýkingu í hestum í hrossastóði á Suðurlandi og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborgarsvæðinu. Hrossin voru rekin saman fyrir tveimur vikum þegar þau voru sprautuð með ormalyfi. Hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að unnið hafi verið með Tilraunastöð HÍ að Keldum að því að greina orsakir hópsýkingarinnar allt frá því hrossin veiktust dagana 23.- 25. nóvember. Allt bendi til þess að sýkingin sé af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., en rannsóknir standa enn yfir. Fram kemur að hrossin hafi verið haldin í tveimur aðskildum hópum þar til þau voru rekin saman og sprautuð með ormalyfi 21. nóvember. Aðeins hrossin sem höfðu verið í öðru hólfinu veiktust. Komist í gegnum húðina „Bakterían virðist hafa magnast upp í því hólfi. Þessi tegund baktería myndar dvalargró og má ætla að þau hafi verið í umtalsverðu magni á feldi hrossanna og komist í gegnum húð þegar hrossin voru sprautuð með ormalyfinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að undir húðinni séu loftfirrðar aðstæður og þar vakni gróin til lífsins og bakterían taki að fjölga sér og mynda eiturefni. „Eitrið getur valdið bráðadauða en einnig háum hita og umfangsmiklum bólgum undir húð sem að lokum geta leitt til dauða. Mjög erfitt er að meðhöndla þessa tegund sýkinga og stöðva eitrunaráhrifin.“ Ekki sé vitað til þess að sambærileg hópsýking hafi komið upp hér á landi áður en ekki er þó talið að um nýtt smitefni sé að ræða í landinu. Ekki eiginlegur sjúkdómur „Almennt þekkjast Clostridiur af því að valda einstaklingstilfellum hér á landi svo sem Clostridium tetani sem veldur stífkrampa. Þó eru þekktar alvarlegar hópsýkingar af völdum Clostridium botulinum sem veldur hræeitrun (fóðureitrun).“ Í nágrannalöndunum séu hross gjarnan bólusett gegn þessum tveimur síðastnefndu sýkingum. „Sömuleiðis er víðast varað við ormalyfjasprautum eins og tíðkast hafa hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar. Þar sem ormalyfið er ertandi skapast aðstæður fyrir Clostridium sýkingar að ná sér á strik í kjölfar lyfjagjafarinnar.“ Bent er á að ekki sé um eiginlegan smitsjúkdóm að ræða þar sem Clostridium bakteríur séu hluti af umhverfi okkar, en þó í mjög lágum styrk. Alla jafna hættulaus gró „Gróin finnast bæði í meltingarvegi og á húð en eru alla jafna hættulaus þar sem súrefni er til staðar og þær komast ekki í gegnum órofna húð eða slímhúð. Skíturinn úr hrossunum sem veiktust er ekki talinn mengaður og bakterían hefur ekki ræktast þar, enda ekki um meltingafærasýkingu að ræða. Stungulyf við ormasýkingum eru ekki skráð til notkunar í hross en meðhöndlun með slíkum lyfjum hefur sem fyrr segir tíðkast hér á landi í áratugi án alvarlegra aukaverkana.“ Matvælastofnun segir ekki vitað hvernig á því standi að umrætt hólf hafi mengast umfram hólfið þar við hliðina eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar á landinu „Hólfið var fremur blautt með tjörnum og pollum eins og víða háttar til nú í kjölfar bleytutíðar, en rúmgott og hreint að sjá. Tekið skal fram að hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar. Mögulega hefur veðurfarið einhver áhrif en sem fyrr segir á bakterían sinn griðastað í jarðvegi og vatni.“ Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp víðar og varar við því að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni. Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegan sjúkdóm sem herjar á hesta Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að unnið hafi verið með Tilraunastöð HÍ að Keldum að því að greina orsakir hópsýkingarinnar allt frá því hrossin veiktust dagana 23.- 25. nóvember. Allt bendi til þess að sýkingin sé af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., en rannsóknir standa enn yfir. Fram kemur að hrossin hafi verið haldin í tveimur aðskildum hópum þar til þau voru rekin saman og sprautuð með ormalyfi 21. nóvember. Aðeins hrossin sem höfðu verið í öðru hólfinu veiktust. Komist í gegnum húðina „Bakterían virðist hafa magnast upp í því hólfi. Þessi tegund baktería myndar dvalargró og má ætla að þau hafi verið í umtalsverðu magni á feldi hrossanna og komist í gegnum húð þegar hrossin voru sprautuð með ormalyfinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að undir húðinni séu loftfirrðar aðstæður og þar vakni gróin til lífsins og bakterían taki að fjölga sér og mynda eiturefni. „Eitrið getur valdið bráðadauða en einnig háum hita og umfangsmiklum bólgum undir húð sem að lokum geta leitt til dauða. Mjög erfitt er að meðhöndla þessa tegund sýkinga og stöðva eitrunaráhrifin.“ Ekki sé vitað til þess að sambærileg hópsýking hafi komið upp hér á landi áður en ekki er þó talið að um nýtt smitefni sé að ræða í landinu. Ekki eiginlegur sjúkdómur „Almennt þekkjast Clostridiur af því að valda einstaklingstilfellum hér á landi svo sem Clostridium tetani sem veldur stífkrampa. Þó eru þekktar alvarlegar hópsýkingar af völdum Clostridium botulinum sem veldur hræeitrun (fóðureitrun).“ Í nágrannalöndunum séu hross gjarnan bólusett gegn þessum tveimur síðastnefndu sýkingum. „Sömuleiðis er víðast varað við ormalyfjasprautum eins og tíðkast hafa hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar. Þar sem ormalyfið er ertandi skapast aðstæður fyrir Clostridium sýkingar að ná sér á strik í kjölfar lyfjagjafarinnar.“ Bent er á að ekki sé um eiginlegan smitsjúkdóm að ræða þar sem Clostridium bakteríur séu hluti af umhverfi okkar, en þó í mjög lágum styrk. Alla jafna hættulaus gró „Gróin finnast bæði í meltingarvegi og á húð en eru alla jafna hættulaus þar sem súrefni er til staðar og þær komast ekki í gegnum órofna húð eða slímhúð. Skíturinn úr hrossunum sem veiktust er ekki talinn mengaður og bakterían hefur ekki ræktast þar, enda ekki um meltingafærasýkingu að ræða. Stungulyf við ormasýkingum eru ekki skráð til notkunar í hross en meðhöndlun með slíkum lyfjum hefur sem fyrr segir tíðkast hér á landi í áratugi án alvarlegra aukaverkana.“ Matvælastofnun segir ekki vitað hvernig á því standi að umrætt hólf hafi mengast umfram hólfið þar við hliðina eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar á landinu „Hólfið var fremur blautt með tjörnum og pollum eins og víða háttar til nú í kjölfar bleytutíðar, en rúmgott og hreint að sjá. Tekið skal fram að hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar. Mögulega hefur veðurfarið einhver áhrif en sem fyrr segir á bakterían sinn griðastað í jarðvegi og vatni.“ Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp víðar og varar við því að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni.
Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka alvarlegan sjúkdóm sem herjar á hesta Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum. 30. nóvember 2022 18:01 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Rannsaka alvarlegan sjúkdóm sem herjar á hesta Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum. 30. nóvember 2022 18:01