FIFA hafi ekki ákveðið fyrirkomulagið fyrir HM 2026 Valur Páll Eiríksson skrifar 5. desember 2022 08:01 Arsene Wenger segir FIFA vera með þrjá kosti til skoðunar. vísir/getty Arséne Wenger, yfirmaður alþjóðlegrar fótboltaþróunar hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, segir sambandið ekki hafa geirneglt fyrirkomulag þriggja liða riðla á komandi heimsmeistaramóti árið 2026. Liðum verður fjölgað á mótinu. 32 lið hafa spilað á HM undanfarin ár en þeim verður fjölgað í 48 fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagt hefur verið upp með að liðin 48 spili í 16 þriggja liða riðlum. Tvö lið myndu komast áfram úr hverjum riðli og mynda 32-liða úrslit. Með oddatölufjölda í riðlunum er hins vegar ljóst að fyrirkomulagið gæti reynst vandasamt. Liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni gætu hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. FIFA þurfti að bregðast við eftir frægan leik á HM 1982 þegar Vestur-Þýskaland vann Austurríki 1-0 í afar tíðindalitlum leik, úrslit sem hleyptu báðum liðum áfram á kostnað Alsír. Alsír hafði þá spilað sinn síðasta leik en lokaleikir í riðlakeppni á HM hafa síðan verið leiknir á sama tíma svo lið geti ekki skipulagt úrslit með þessum hætti. Arsene Wenger segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fyrirkomulag mótsins en þrjú séu til skoðunar. „Þetta er ekki ákveðið,“ segir Wenger. „Það verða 16 riðlar þriggja, tólf riðlar með fjórum liðum, eða tvískipt mót með sex fjögurra liða riðla - þar sem mótinu er skipt í tvennt með 24 lið hvoru megin,“ „Ég mun ekki geta ákveðið þetta. FIFA mun taka ákvörðun og gerir það líkast til á næsta ári,“ segir Wenger. HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
32 lið hafa spilað á HM undanfarin ár en þeim verður fjölgað í 48 fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Lagt hefur verið upp með að liðin 48 spili í 16 þriggja liða riðlum. Tvö lið myndu komast áfram úr hverjum riðli og mynda 32-liða úrslit. Með oddatölufjölda í riðlunum er hins vegar ljóst að fyrirkomulagið gæti reynst vandasamt. Liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni gætu hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. FIFA þurfti að bregðast við eftir frægan leik á HM 1982 þegar Vestur-Þýskaland vann Austurríki 1-0 í afar tíðindalitlum leik, úrslit sem hleyptu báðum liðum áfram á kostnað Alsír. Alsír hafði þá spilað sinn síðasta leik en lokaleikir í riðlakeppni á HM hafa síðan verið leiknir á sama tíma svo lið geti ekki skipulagt úrslit með þessum hætti. Arsene Wenger segir enga ákvörðun hafa verið tekna um fyrirkomulag mótsins en þrjú séu til skoðunar. „Þetta er ekki ákveðið,“ segir Wenger. „Það verða 16 riðlar þriggja, tólf riðlar með fjórum liðum, eða tvískipt mót með sex fjögurra liða riðla - þar sem mótinu er skipt í tvennt með 24 lið hvoru megin,“ „Ég mun ekki geta ákveðið þetta. FIFA mun taka ákvörðun og gerir það líkast til á næsta ári,“ segir Wenger.
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira