Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina sem heimsótti Como og lagði hún upp þriðja mark Fiorentina eftir tæplega klukkutíma leik þegar Fiorentina komst í 0-3.
Como minnkaði muninn í 2-3 áður en yfir lauk en Alexöndru var skipt af velli á 84.mínútu.
| #ComoFiorentina 2-3#ForzaViola pic.twitter.com/ZFTaXnxNpW
— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) December 4, 2022
Á sama tíma lék Guðný Árnadóttir allan leikinn í vörn AC Milan sem tapaði 0-2 fyrir AS Roma.